Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

147. fundur 07. apríl 2025 kl. 08:30 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Formaður bar upp tillögu um að skipaður verði sérstakur fundarstjóri til að sinna verkefnum varaformanns þar sem varaformaður er fjarverandi. Formaður kom með þá tillögu að Björgvin Stefán Pétursson gegni því hlutverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Leikskólinn Bjarkatún, viðbygging

Málsnúmer 202502050Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja gögn varðandi viðbyggingu við leikskólann Bjarkartún á Djúpavogi, meðal annars drög að samningi við ARKÍS arkitekta ehf. um hönnun byggingarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar hjá fjölskylduráði og heimastjórn Djúpavogs.
Málið verður tekið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

2.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir að nýju og farið yfir stöðu framkvæmda við Faktorshúsið á Djúpavogi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun og að gert verði ráð fyrir henni í fjárfestingaráætlun ársins.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá (ÞÓ og PH).

Fulltrúar V-lista (PH og ÞÓ) og L-lista (ÁHB) leggja fram eftirfarandi bókun:
Við reiknum ekki með að Faktorshúsið verði selt en leggjumst hins vegar gegn því að inn í leigusamning um afnot af húsinu verði sett ákvæði um forkaupsrétt leigjandans ef til sölu þess kemur.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

3.Umsókn um lóð, Bláargerði 32

Málsnúmer 202503104Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá Austurbygg verktökum ehf. um að fá að byggja parhús á lóðinni Bláargerði 32 á Egilsstöðum, en hún er samkvæmt deiliskipulagi ætluð undir einbýlishús.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Suðursvæðis í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verði grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Bláargerði 34 (L210987) í samræmi við gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð. Málið verður tekið fyrir að nýju að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

4.Umsókn um byggingarleyfi, Lónsleira 13, 710

Málsnúmer 202503229Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól fundarstóra (BSP) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar BSP upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa við Lónsleiru 13 á Seyðisfirði, Tækniminjasafni Austurlands, um frávik frá skipulagsskilmálum gildandi deiliskipulags um gólfkóta fyrirhugaðrar byggingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um heimild til frávika frá skipulagsskilmálum, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Umsókn um byggingarheimild, Bakkavegur Nýi vatnstankur, 720

Málsnúmer 202503210Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi/heimild fyrir viðbyggingu við Nýja vatnstankinn (L238719) á Borgarfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

6.Umsókn um landskipti, Hálsakot

Málsnúmer 202504013Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar undir frístundahús úr landi Egilsstaða 2 Kollst.sel (L157596), sem fær staðfangið Hálsakot.
Málið áfram í vinnslu.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

7.Umsókn um breytingu á staðfangi, Þrándarstöðum 3

Málsnúmer 202504014Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um breytingu á staðfangi Þrándarstaða 3 (L174928) en óskað hefur verið eftir því að nýtt staðfang verði Valhöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta breyta staðfanginu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Umsagnarbeiðni um 268.mál, Verndar- og orkunýtingaráætlun

Málsnúmer 202504034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um 268. mál: Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 23. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025 til 2029,267.mál

Málsnúmer 202504043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um 267. mál: Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2069.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 23. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd