Málsnúmer 202503229Vakta málsnúmer
Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól fundarstóra (BSP) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar BSP upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa við Lónsleiru 13 á Seyðisfirði, Tækniminjasafni Austurlands, um frávik frá skipulagsskilmálum gildandi deiliskipulags um gólfkóta fyrirhugaðrar byggingar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.