Fara í efni

Umsókn um lóð, Bláargerði 32

Málsnúmer 202503104

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 147. fundur - 07.04.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá Austurbygg verktökum ehf. um að fá að byggja parhús á lóðinni Bláargerði 32 á Egilsstöðum, en hún er samkvæmt deiliskipulagi ætluð undir einbýlishús.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Suðursvæðis í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verði grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Bláargerði 34 (L210987) í samræmi við gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð. Málið verður tekið fyrir að nýju að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 157. fundur - 18.08.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Suðursvæðis Egilsstaða, vegna Bláargerðis 32, lauk 16. júlí sl. án athugasemda. RARIK og HEF veitur komu á framfæri ábendingum sem teknar verða til athugunar í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?