Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

77. fundur 20. febrúar 2023 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Varaformaður, Þórhallur Borgarsson, stjórnaði fundinum í fjarveru formanns undir liðum nr. 1-3.
Jónína Brynjólfsdóttir sat fundinn undir liðum nr. 4-7.

1.Málefni hafna í Múlaþingi 2022

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fer yfir málefni hafna Múlaþings og atvinnu- og menningarmálastjóri kynnir nýja heimasíðu hafna Múlaþings. Jafnframt liggur fyrir fundinum að tilnefna fulltrúa á aðalfund Cruise Iceland sem haldinn verður á Sauðárkróki þann 2. maí 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að atvinnu- og menningarmálastjóri, Aðalheiður Borgþórsdóttir, auk staðgengill hafnastjóra, Gauti Jóhannesson, sitji fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30
  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 08:30

2.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207Vakta málsnúmer

Fundargerð 449. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar. Jafnframt er lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast fyrir 1. mars næstkomandi.
Hafnastjóri situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:50

3.Tækniminjasafn Austurlands, Angró

Málsnúmer 202210188Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem óskað er eftir að fá úthlutað fjórum lóðum við Lónsleiru 11-17 endurgjaldslaust og þeim breytt í safnasvæði á deiliskipulagi. Erindið var tekið fyrir á 67. fundi byggðaráðs sem vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Bæjarstjóri sat fundinn undir umræðum við þennan lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Tækniminjasafni Austurlands verði úthlutað þremur lóðum við Lónsleiru 13, 15 og 17. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir jafnframt að veita 80% afslátt af gatnagerðargjöldum lóðanna á þeirri forsendu að safnið missti húsnæði sitt í skriðuföllum árið 2020 og er óheimilt að endurbyggja á núverandi lóðum.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:55

4.Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppfærðu erindisbréfi byggingarnefndar menningarhúss vegna Safnahúss á Egilsstöðum, ásamt tilnefningum um fulltrúa í nefndina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi bygginganefndar. Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi fulltrúa í hópinn: Aðalheiður Björt Unnarsdóttir fyrir hönd B-lista, Heiðdís Halla Bjarnadóttir fyrir hönd V-lista, Rúnar Ingi Hjartarson fyrir hönd L-lista, Hannes Karl Hilmarsson fyrir M-lista og Oddný Björk Daníelsdóttir fyrir hönd D-lista sem einnig verður formaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að nýju erindi frá Sigurgarði ehf., lóðarhafa að Miðvangi 8, sem tekið var fyrir á síðasta fundi ráðsins. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir samantekt á þeim gjöldum sem sveitarfélagið innheimtir í tengslum við verkefnið vegna skipulags- og byggingarþátta sem óskað var eftir á síðasta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi er ekki veittur afsláttur vegna jarðvegsdýptar í miðbæ Egilsstaða. Hvað varðar lækkun byggingarleyfisgjalda getur ráðið ekki orðið við þeirri beiðni og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að upplýsa Sigurgarð ehf. um álagningu gjalda.

Samþykkt samhljóða.

6.Innsent erindi til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá MVA

Málsnúmer 202211275Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri HEF veitna situr fundinn undir þessum lið og fer yfir verkferla og veituframkvæmdir á byggingalóðum í tengslum við erindi MVA ehf. sem lagt var fyrir á síðasta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að klára þá vinnu sem hafin er hjá starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs við breytingu á verkferlum við lóðaúthlutanir og aukna upplýsingagjöf er varðar byggingarhæfi lóða.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 10:10

7.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 1

Málsnúmer 2302012FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 1. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Múlaþings lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?