Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

92. fundur 28. ágúst 2023 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir starfsmaður umhverfis- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Undir liðum nr. 1-3 sátu Björn Ingimarsson, hafnarstjóri, Gauti Jóhannesson, staðgengill hafnarstjóra, og Rúnar Gunnarsson, hafnarvörður Seyðisfjarðarhafnar.

Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 6-8.

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, staðgengill hafnarstjóra og hafnarvörður Seyðisfjarðar fara yfir helstu verkefni á sviði hafnamála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Áríðandi er að komur skemmtiferðaskipa og viðvera ferðamanna af þeim sé í sátt og samlyndi við íbúa áfangastaða skipanna. Því er mikilvægt að gera könnun á viðhorfi íbúa á viðkomustöðum skipanna í Múlaþingi og stýra álaginu af þessum atvinnurekstri þannig að ekki sé gengið yfir þolmörk íbúa og umhverfis.

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að kannað sé hvernig til hafi gengið í móttöku skemmtiferðaskipa í sumar og felur starfsmönnum hafnanna að undirbúa íbúakönnun og funda með þjónustuaðilum og munu þær upplýsingar nýtast við áframhaldandi stefnumótun um móttöku skemmtilferðaskipa. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur einnig mikilvægt að huga að framkvæmdum næsta árs og felur hafnarstjóra að undirbúa 5 ára fjárfestingaráætlun.

Samþykkt samhljóða.

2.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá 453., 454. og 455. fundi Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

3.Umsögn Cruise Iceland um þingályktunartillögu, mál 383

Málsnúmer 202306093Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar umsögn Cruise Iceland um þingsályktunartillögu um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa.

4.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Bragðavellir Tjaldsvæði

Málsnúmer 202308130Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Bragðavalla (L159329) sem fær heitið Bragðavellir Tjaldsvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Bragðavellir Snædalsfoss

Málsnúmer 202308129Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Bragðavalla 2 (L159329) sem fær heitið Bragðavellir Snædalsfoss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Kynningu vinnslutillögu nýs deiliskipulag smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls lauk þann 25. júní síðastliðinn. Lagðar eru fram til umfjöllunar þær umsagnir sem bárust á kynningartíma auk minnisblaðs frá skipulagsráðgjafa verkefnisins með tillögu að viðbrögðum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagstillagan verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Jafnframt fer ráðið fram á að í greinargerð skipulagsins verði lagt mat á það hvort framkvæmdirnar komi til með að valda hnignun á ástandi vatnshlotsins (eða mögulegri hnignun) og hvort framkvæmdin komi í veg fyrir að mjög gott vistfræðilegt ástand vatnshlotsins náist í samræmi við umsögn Umhverfisstofnunar.
Uppfærð tillaga verður lögð fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Hafursá

Málsnúmer 202306102Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Björgvin Stefán Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju framkvæmdaleyfisumsókn vegna fyrirhugaðra skógræktaráforma í landi Hafursár (L157487). Grenndarkynningu áformanna lauk þann 7. ágúst sl. en ein athugasemd barst á kynningartíma. Jafnframt skilaði Minjastofnun Íslands inn umsögn þar sem bent var á að skrá þyrfti fornleifar á svæðinu. Málsaðili hefur brugðist við athugasemdunum og liggja fyrir uppfærð gögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út leyfi þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

8.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Við upphaf umræðu um þennan lið bar áheyrnarfulltrúi Hannes Karl Hilmarsson (M-lista) upp eftirfarandi tillögu:
"Í ljósi umfangs máls og alvarleika vegna fjölda athugasemda sem alls eru 96 fer ég fram á að máli þessu verði frestað til næsta fundar eða boðað til sérstaks aukafundar til að fjalla um það eingöngu.
Fjöldi athugasemda sem allar eru andsnúnar efni þessa fundarliðar er sennilega einsdæmi í íslenskri sveitarstjórnarsögu og því þarf málið í lið þessum góðan undirbúning fundarmanna auk mikils tíma til yfirferðar á fundi umhverfis og framkvæmdaráðs."

Tillagan var felld samhljóða með 7 atkvæðum.


Formaður vakti athygli á mögulegu vanhæfi Hannesar Karls Hilmarssonar við umræðu og afgreiðslu athugasemdar sem hann sendi inn á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Umræða um meint vanhæfi fór fram innan ráðsins og eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni ráðsins og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir frekari upplýsingum sem ætlað er að skýra málsmeðferð varðandi mögulegt vanhæfi.
Málinu að öðru leiti frestað til næsta fundar.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÁHB) situr hjá.

9.Samráðsgátt. Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Málsnúmer 202307019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sent er á aðildarsveitarfélög Samtaka orkusveitarfélaga varðandi ábendingar og/eða tillögur til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.
Byggðaráð tók erindið til umfjöllunar á fundi sínum 11. júlí síðast liðinn og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að móta ábendingar og/eða tillögur fyrir hönd sveitarfélagsins og koma á framfæri við starfshóp sem á vegum fjármála- og efnahagsráðherra var falin skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela formanni ráðsins að skila inn í samráðsgátt umsögn sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi umsögn.

Samþykkt samhljóða.

10.Miðbær á Egilsstöðum, uppbygging

Málsnúmer 202308120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað starfsmanna varðandi stöðu mála við uppbyggingu miðbæjar á Egilsstöðum.

Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?