Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

19. fundur 21. apríl 2021 kl. 08:30 - 12:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Vordís Svala Jónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Í upphafi fundar tilkynnti formaður að dagskrárliður nr. 14 hefði fallið niður. Jafnframt óskaði formaður eftir að bæta við einum lið sem er nr. 8 á dagskrá. Ekki voru gerðar athugasemdir við það og uppfærist röð fundarmála samkvæmt því.

Pétur Heimisson kom til fundar undir umræðu um lið nr. 2 og sat hann eftir það.

Vordís Jónsdóttir, verkefnastjóri fjármála, sat fundinn undir liðum nr. 3-4. Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, sat fundinn undir lið nr. 5. María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, og Sigurður Jónsson, starfsmaður, sátu fundinn undir liðum nr. 6-20.

1.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lá tillaga að verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum ásamt fylgigögnum. Unnur Birna Karlsdóttir, sem unnið hefur að verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins, kynnti tillöguna á sérstökum vinnu- og kynningarfundi ráðsins síðastliðinn mánudag.

Stefán Bogi Sveinsson, formaður nefndar, vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis en hann er eigandi fasteignar á umræddu svæði. Varaformanni var falin stjórn fundar að formanni fjarstöddum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið samþykkir tillöguna og heimilar að hún fari í hefðbundið auglýsingaferli að lokinni afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu en tveir voru fjarverandi (PH og SBS).

2.Viðhald og nýbygging gatna 2021

Málsnúmer 202104119Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir tillögu um framkvæmdir við viðhald og nýbyggingu gatna og stétta árið 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna í samræmi við hana. Breytist forsendur mun ráðið taka tillöguna til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Lausar byggingarlóðir Múlaþingi

Málsnúmer 202102126Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráði var kynntur listi yfir lausar lóðir í Múlaþingi ásamt afsláttum og útreikningum á gatnagerðargjöldum á lóðunum.

Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldtaka fyrir efnisnám í landi Múlaþings

Málsnúmer 202103037Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdamálastjóri kynnti hugmyndir um gjaldtöku vegna efnistöku í landi sveitarfélagsins.

Málið er í vinnslu.

5.Beiðni um afnot af landi á Eiðum

Málsnúmer 202104022Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lágu drög að samningi um afnot af landi í eigu sveitarfélagsins á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi samningsdrög en vísar málinu til byggðarráðs til afgreiðslu þar sem um er að ráða ráðstöfun lands í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja uppfærð skipulagsgögn frá ráðgjafa þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að með vísan til niðurstöðu húsakönnunar verði Kaupvangur 11 færður af lista yfir hús sem má fjarlægja sbr. kafla 2.3 í skilmálum skipulagsins og uppdrættir verði uppfærðir í samræmi við það. Jafnframt samþykkir ráðið þær breytingar sem skipulagsráðgjafi leggur til sem viðbrögð við ábendingum Skipulagsstofnunar og vísar fyrirliggjandi skipulagstillögu, með áorðnum breytingum, til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Fossgerði

Málsnúmer 202104060Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem þess er óskað að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi hesthúsahverfis í Fossgerði.

Málið er í vinnslu.

8.Fyrirspurn um opnun námu við Hof í Fellum

Málsnúmer 202104152Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur fyrirspurn frá Vegagerðinni um opnun námu við Hof í Fellum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu um að færa efnistökusvæði við Hof í Fellum inn á aðalskipulag. Einnig verði unninn rökstuðningur fyrir því að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Borgarfjarðarvegur, Eiðar - Laufás

Málsnúmer 202104015Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lögmanni Vegagerðarinnar, ásamt gögnum frá Vegagerðinni um fyrirhugaða framkvæmd við endurnýjun Borgarfjarðarvegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við áform Vegagerðarinnar en leggur áherslu á að sveitarfélagið fái bætur fyrir land í þess eigu sem fer undir framkvæmdina, í samræmi við gildandi lög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Gilsá á Völlum_Umsókn um framkvæmdaleyfi,

Málsnúmer 202103079Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu brúar yfir Gilsá á Völlum, vegtengingum og efnistöku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi en leggur til að við útgáfu leyfisins verði það skilyrt í samræmi við ábendingar Minjavarðar Austurlands þar sem friðaðar minjar eru í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Þá áréttar ráðið að mikilvægt sé að tekið verði tillit til ábendinga Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu varðandi efnistöku. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnisnám í Múlaþingi

Málsnúmer 202104077Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í 6 námum innan sveitarfélagsins. Áætlað er að vinna efni úr námunum í malarslitlag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, að frátalinni efnistöku í námu ofan Hrúthamra á Jökuldal, þar sem ekki er tilgreint þar efnistökusvæði á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Jafnframt samþykkir ráðið að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu um að færa efnistökusvæði ofan Hrúthamra á Jökuldal inn á aðalskipulag. Einnig verði unninn rökstuðningur fyrir því að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða. Þeim hluta málsins er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Egilsstaðir, sniðræsi að Melshorni

Málsnúmer 202104061Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sniðræsa í tengslum við væntanlega hreinsistöð við Melshorn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Ranavaði 1, 2, 11, 12 og 13 og Norðurtúni 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 43. Umsagnaraðilar verði Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Haust. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Víkurland 6 - Lóðaleigusamningur - Bræðslan

Málsnúmer 202103075Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að nýjum lóðamörkum fyrir Víkurland 6 á Djúpavogi ásamt drögum að leigusamningi um lóðina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að lóðamörkum og felur skipulagsfulltrúa að láta breyta skráningu lóðarinnar í samræmi við þau. Jafnframt felur ráðið framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta undirrita fram lagðan lóðaleigusamning eftir að breytingin er gengin í gegn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Unalækur A-13 stofnun lóðar

Málsnúmer 202011036Vakta málsnúmer

Borist hefur athugasemd frá Þjóðskrá varðandi staðföng á svæðinu á skipulögðu svæði fyrir frístunda- og íbúabyggð í landi Unalækjar á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að farið verði að vilja landeigenda varðandi heiti á götum á svæðinu þannig að þær fái nöfnin Ásgata, Unagata, Lækjargata og Álfagata. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um stofnun lóðar, Eiðaþinghá, Tókastaðir, Lækjarhús

Málsnúmer 202104079Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Tókastaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að láta stofna lóðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fundargerð byggingarnefndar frá 1.3 til kynningar. Einnig liggur fyrir ráðinu að skipa fulltrúa í byggingarnefnd í stað Aðalsteins Ásmundarsonar sem óskaði lausnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Kristjana Sigurðardóttir taki sæti í byggingarnefnd nýs leikskóla sem fulltrúi L-lista, í stað Aðalsteins Ásmundarsonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá 16.3 og 29.3 lagðar fram til kynningar. Einnig liggur fyrir ráðinu að skipa fulltrúa í byggingarnefnd í stað Stefáns Boga Sveinssonar sem óskað hefur lausnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Aðalheiður Björt Unnarsdóttir taki sæti í byggingarnefnd menningarhúss sem fulltrúi B-lista, í stað Stefáns Boga Sveinssonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerðir

Málsnúmer 202104016Vakta málsnúmer

Fundargerðir nr. 8 og nr. 9 lagðar fram til kynningar.

19.Umsagnarbeiðni um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál

Málsnúmer 202104112Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál .....

Málsnúmer 202104111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?