Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Fossgerði

Málsnúmer 202104060

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem þess er óskað að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi hesthúsahverfis í Fossgerði.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 20. fundur - 28.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Birni Sveinssyni, f.h. lóðarhafa að Faxagerði 5 í Fossgerði, ásamt umsókn um byggingarleyfi á þeirri lóð. Málið var áður tekið fyrir á 19. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. apríl 2021. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu annars vegar til þess að heimila frávik frá gildandi skipulagi við útgáfu byggingarleyfis og hins vegar að breyta gildandi skipulagsskilmálum á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að heimila frávik frá skipulagsskilmálum svæðisins í samræmi við það sem fram kemur í umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Faxagerði 5, enda eru frávikin óveruleg og skerða ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á skilmálum deiliskipulagsins þannig að þeir endurspegli betur þá framkvæmd sem verið hefur á uppbyggingu á svæðinu. Haft verði samráð við fulltrúa Hestaeigendafélagsins í Fossgerði varðandi mótun nýrra skilmála. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni, f.h. lóðarhafa að Faxagerði 5 í Fossgerði, ásamt umsókn um byggingarleyfi á þeirri lóð. Málið var áður tekið fyrir á 19. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. apríl 2021. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu annars vegar til þess að heimila frávik frá gildandi skipulagi við útgáfu byggingarleyfis og hins vegar að breyta gildandi skipulagsskilmálum á svæðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að heimila frávik frá skipulagsskilmálum svæðisins í samræmi við það sem fram kemur í umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Faxagerði 5, enda eru frávikin óveruleg og skerða ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á skilmálum deiliskipulagsins þannig að þeir endurspegli betur þá framkvæmd sem verið hefur á uppbyggingu á svæðinu. Haft verði samráð við fulltrúa Hestaeigendafélagsins í Fossgerði varðandi mótun nýrra skilmála. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að heimila frávik frá skipulagsskilmálum svæðisins í samræmi við það sem fram kemur í umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Faxagerði 5. Jafnframt samþykkir heimastjórnin að hafin verði vinna við endurskoðun á skilmálum deiliskipulags á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?