Málsnúmer 202502162Vakta málsnúmer
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 námu 10.716 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 9.051 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 8.982 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2024 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 8.339 millj.kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 515 millj.kr. og þar af 299 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 735 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 598 millj.kr. í A hluta.
Rekstrarniðurstaða af reglulegri starfsemi var jákvæð og nam því 465 millj.kr. í samanteknum A og B hluta. Rekstrarniðurstaða af reglulegri starfsemi A-hluta var neikvæð og nam 185 millj.kr. Fyrir fjármagnsliði og óvenjulega liði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 1.219 millj.kr., þar af 413 millj.kr. í A hluta. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 268 millj. kr. rekstrarafgangi af A hluta.
Rekstrarniðurstaða ársins nam því 921 millj. kr. í samanteknum A og B hluta en 271 millj. kr. í A hluta.
Betri rekstarniðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir skýrist m.a. af því að framlegð í hefðbundum rekstri er batnandi, þróun á verðbólgu jákvæðari á árinu 2024 en áætlað var og hækkun á lífeyrisskuldbindingu var lægri en áætlun gerði ráð fyrir. En stærstu áhrif betri rekstarafkomu A hluta er uppgjör á Skólaskrifstofu Austurlands en þar reyndist hlutur Múlaþings í þeim slitum um 456 millj. kr. sem færist meðal óvenjulegra liða og hefur ekki áhrif á samanburðartölur er varðar framlegð og skuldahlutföll.
Fjármagnsgjöld námu 735 millj. kr. í samstæðu A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 720 millj. kr. Fjármagnsgjöld A hluta námu 598 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 568 millj. kr.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.975 millj. kr. á árinu 2024 í samstæðu A- og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri A hluta jákvætt um 1.099 millj. kr. Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 971millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 532 millj.kr. í A hluta.
Lántökur námu 410 millj.kr á árinu 2024, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 874 millj.kr. á árinu 2024. Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 17.534 millj.kr. í árslok 2024 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 11.256 millj.kr. í árslok 2024.
Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2024 um 13.375 millj. kr. og lækka um 291 millj. kr. frá árinu 2023. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 10.245 millj. kr. Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 91% í árslok 2024.
Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.