Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

57. fundur 09. apríl 2025 kl. 14:00 - 14:25 Í félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að skipaður verði sérstakur fundarstjóri til að sinna verkefnum varaforseta þar sem hvorugur skipaðra varaforseta sitja fundinn. Forseti kom með þá tillögu Vilhjálmur Jónsson gegni því starfi varaforseta á fundinum, í samræmi við 7. grein samþykkta um stjórn Múlaþings.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Ársreikningur Múlaþings 2024

Málsnúmer 202502162Vakta málsnúmer

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 námu 10.716 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 9.051 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 8.982 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2024 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 8.339 millj.kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 515 millj.kr. og þar af 299 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 735 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 598 millj.kr. í A hluta.

Rekstrarniðurstaða af reglulegri starfsemi var jákvæð og nam því 465 millj.kr. í samanteknum A og B hluta. Rekstrarniðurstaða af reglulegri starfsemi A-hluta var neikvæð og nam 185 millj.kr. Fyrir fjármagnsliði og óvenjulega liði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 1.219 millj.kr., þar af 413 millj.kr. í A hluta. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 268 millj. kr. rekstrarafgangi af A hluta.
Rekstrarniðurstaða ársins nam því 921 millj. kr. í samanteknum A og B hluta en 271 millj. kr. í A hluta.

Betri rekstarniðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir skýrist m.a. af því að framlegð í hefðbundum rekstri er batnandi, þróun á verðbólgu jákvæðari á árinu 2024 en áætlað var og hækkun á lífeyrisskuldbindingu var lægri en áætlun gerði ráð fyrir. En stærstu áhrif betri rekstarafkomu A hluta er uppgjör á Skólaskrifstofu Austurlands en þar reyndist hlutur Múlaþings í þeim slitum um 456 millj. kr. sem færist meðal óvenjulegra liða og hefur ekki áhrif á samanburðartölur er varðar framlegð og skuldahlutföll.

Fjármagnsgjöld námu 735 millj. kr. í samstæðu A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 720 millj. kr. Fjármagnsgjöld A hluta námu 598 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 568 millj. kr.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.975 millj. kr. á árinu 2024 í samstæðu A- og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri A hluta jákvætt um 1.099 millj. kr. Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 971millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 532 millj.kr. í A hluta.

Lántökur námu 410 millj.kr á árinu 2024, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 874 millj.kr. á árinu 2024. Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 17.534 millj.kr. í árslok 2024 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 11.256 millj.kr. í árslok 2024.

Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2024 um 13.375 millj. kr. og lækka um 291 millj. kr. frá árinu 2023. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 10.245 millj. kr. Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 91% í árslok 2024.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.
Til máls tók: Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Múlaþings fyrir árið 2024, við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 12. mars síðast liðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Reglur Múlaþings um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202412065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs 17.12.2024 um nýjar reglur varðandi fjárhagsaðstoð hjá Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur Múlaþings um fjárhagsaðstoð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skipurit Múlaþings

Málsnúmer 202311136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs 25.03.2025 um breytingar á skipuriti Múlaþings. Eftir breytinguna verður staða sviðsstjóra menningar- og atvinnumála lögð niður og starfsmenn þess sviðs fara undir skrifstofustjóra auk þess sem ákveðnir málaflokkar dreifast á önnur svið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á skipuriti Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Reglur um ráðningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202104037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs 01.04.2025 um breytingar á Reglum um ráðningar hjá Múlaþingi þannig að skýrt verði hverjir hafa ráðningarvald hjá sveitarfélaginu.
Til máls tók: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi breytingar á Reglum um ráðningar hjá Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heimastjórn Borgarfjarðar - 58

Málsnúmer 2503018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

6.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 55

Málsnúmer 2503010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

7.Byggðaráð Múlaþings - 146

Málsnúmer 2503005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

8.Byggðaráð Múlaþings - 147

Málsnúmer 2503009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

9.Byggðaráð Múlaþings - 148

Málsnúmer 2503013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

10.Byggðaráð Múlaþings - 149

Málsnúmer 2503019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

11.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 143

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 144

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 145

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 146

15.Fjölskylduráð Múlaþings - 128

Málsnúmer 2503015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

16.Fjölskylduráð Múlaþings - 129

Málsnúmer 2503021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

17.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Staðgengill sveitarstjóra fór yfir og kynnti helstu mál sem sveitarstjóri hefur unnið að undanförnu og það sem framundan er.

Fundi slitið - kl. 14:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd