Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

11. fundur 05. júlí 2021 kl. 13:00 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar formaður upp þá tillögu að nýtt mál yrði tekið inn á fundinn og var það samþykkt samhljóða. Málið er nr. 1 á dagskrá.

1.Daggæsla á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202107011Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dagsett 2.7. 2021, þar sem vakin er athygli á skorti á daggæsluplássum og úrræðum á Egilsstöðum frá september 2021.
Á fundinn undir þessum lið mætti Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri, sem kynnti stöðu mála og m.a. að ítrekað hefði verið auglýst eftir daggæsluaðilum og að unnið sé að mögulegri úrlausn mála.
Erindinu að öðru leyti vísað til fjölskylduráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Öryggismastur, Brúarháls

Málsnúmer 202106120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Öryggisfjarskiptum um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar öryggismasturs á Brúarhálsi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 23.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Egilsstaðir, ljósleiðari

Málsnúmer 202105300Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar og útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem fyrirhuguð framkvæmd er ekki í samræmi við skipulagsáætlanir.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því að umsækjandi afli umsagna frá HEF og Minjastofnun. Ráðið heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis liggi þessar umsagnir fyrir og verði það skilyrt með samþykki lóðarhafa. Málinu verði vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar þegar gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi, brúargerð, Gilsá á Völlum

Málsnúmer 202103079Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna brúargerðar yfir Gilsá á Völlum. Úrskurður Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu liggur fyrir.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari, Egilsstaðir, Hlíðar, Ásar, Skógar ofl.

Málsnúmer 202106164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara víða á Egilsstöðum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalhéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vegagerð á Borgarfjarðarvegi, Borgarfjörður Laufás

Málsnúmer 202106185Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna vegagerðar á Borgarfjarðarvegi, Eiðar-Laufás.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda í flokki C, sbr. Viðauka I við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs með fyrirvara um álit Umhverfisstofnunar varðandi verndarsvæði. Það er mat heimastjórnar að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, vegagerð á Upphéraðsvegi um Ásklif

Málsnúmer 202103080Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna vegagerðar á Upphéraðsvegi um Ásklif.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist og breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 varðandi nýjar námur hefur verið staðfest. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda í flokki C, sbr. Viðauka I við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs. Það er mat heimastjórnar að á grundvelli fyrirliggjandi gagna sé framkvæmdin ekki háð mati á umhverifsáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vegagerð á Jökuldalsvegi, Gilsá-Arnórsstaðir

Málsnúmer 202106178Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna vegagerðar á Jökuldalvegi, Gilsá-Arnórsstaðir.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn með því fráviki að náma C fellur út þar sem hún er ekki skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari, Egilsstaðir, Traðir og Vellir

Málsnúmer 202106141Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara á Egilsstöðum. Framkvæmdin felur í sér að grafa tengiholur í gangstéttar og við götubrúnir svo tengja megi heimtaugarör við stofnrör í götum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um landskipti, Stóra Sandfell 2

Málsnúmer 202105093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til umsóknar um stofnun lóðar út úr landi Stóra-Sandfells 2.

Eftirfarandi var bóka á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um landskipti, Stóra Steinsvað

Málsnúmer 202105091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Stóra-Steinsvaðs í Hjaltastaðaþinghá.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 202107004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 25. júní 2021, frá Hermann Hessel, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um stofnun lögbýlis á nýstofnaðri jörð, Lækjarhúsi L231613, úr landi Tókastaða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Lækjarhúsi L231613.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Hleinar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105160Vakta málsnúmer

Fyrir liggur stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar um að vísa byggingaráformum í landi Hleina 1 í grenndarkynningu. Frestur til að tjá sig um kröfuna er til 24. júlí. Fyrir ráðinu liggja drög að umsögn Múlaþings um kæruna.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn Múlaþings og fyrirliggjandi gögn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Árskógar 30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010270Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingaráforma lauk 25. september 2020. Vegna skorts á gögnum var málið ekki tekið fyrir hjá ráðinu að kynningartíma loknum en er það gert nú. Umsögn barst frá Brunavörnum Austurlands en engar athugasemdir frá íbúum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu vegna byggingaráforma við Árskóga 30 er lokið og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverifs- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Deiliskipulag, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202103033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Davíðsstöðum. Auglýsingu er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Deiliskipulag, óveruleg breyting, Egilsstaðir, Votihvammur, Ártún 10-16

Málsnúmer 202106190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa við Ártún 10-16 um að víkja frá skilmálum deiliskipulags við byggingu á lóðinni.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta gera óverulega breytingu á deiliskipulagi í Votahvammi skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um málsmeðferð fari samkvæmt 3.mgr. 43.gr. sömu laga varðandi grenndarkynningu. Breytingin felst í því að heimila bílgeymslur við endaíbúðir á lóðinni Ártún 10-16.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að verkferlum skipulags- og byggingarmála lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?