Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

23. fundur 25. maí 2021 kl. 08:30 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir Ársala bs. dags. 03.05.2021 og 17.05.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að stjórn Ársala bs. láti fara fram útboð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Lagarás 21-33. Framkvæmd verði þó háð því að fyrir liggi samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag sem og að kostnaður rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóma án atkvæðagreiðslu.

3.Ársfundur Austurbrúar ses

Málsnúmer 202105234Vakta málsnúmer

Fyrir lá boðun til ársfundar Austurbrúar ses. þann 3. júní 2021 í Valaskjálf á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri ásamt fulltrúum sveitarfélagsins á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sitji ársfund Austurbrúar ses. þann 3. júní 2021 í Valaskjálf á Egilsstöðum.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að Sveitarstjóri fari með umboð og atkvæði Múlaþings á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi - fundarboð

Málsnúmer 202105194Vakta málsnúmer

Fyrir lá boðun til 55. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 3. júní 2021. Jafnframt kom fram að sama dag kl. 13:00-15:00 verður haldinn Í Valaskjálf á Egilsstöðum upplýsingafundur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum um svæðisskipulag Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að allir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings mæti til aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 3. júní 2021 og hefst kl. 10:00. Eigi kjörinn fulltrúi þess ekki kost að mæta til fundarins skal hann boða varamann sinn eða framselja atkvæðisrétt sinn til annars kjörins fulltrúa sveitarfélagsins og upplýsa um það til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi eigi síðar en í upphafi fundar.

Samþykkt samhljóma án atkvæðagreiðslu.

5.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samskipti við húseigendur, fulltrúa Ofanflóðasjóðs og fulltrúa Náttúruhamfaratrygginga Íslands.
Einnig var farið yfir úthlutanir Hvatasjóðs á þessu ári.

6.Fyrirspurn, jarðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202105140Vakta málsnúmer

Fyrir lágu upplýsingar um jarðir sem eru í eigu Múlaþings að hluta til eða í heild.

Í vinnslu.

7.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun bæjarskrifstofa Múlaþing

Málsnúmer 202103092Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ákvörðun varðandi sumarleyfi sveitarstjórnar og sumarlokun bæjarskrifstofa 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fundir byggðaráðs verði með hefðbundnum hætti í júní. Byggðaráð muni funda einu sinni í júlí, þriðjudaginn 6. júlí, mögulega tvisvar, verði þörf á, og þá 13. júlí. fyrsti fundur byggðaráðs í ágúst verði þriðjudaginn 10. ágúst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Hvítbók um byggðamál

Málsnúmer 202105241Vakta málsnúmer

Fyrir lá til umsagnar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Hvítbók um byggðamál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega þeim áformum sem koma fram í Hvítbók um byggðamál um að aðgerð B.10. í núverandi áætlun, Jöfnun á aðstöðumun á millilandaflugvöllum, falli þar út. Byggðaráð Múlaþings lítur svo á að aðgerðinni sé ekki lokið og felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Viðspyrna ferðaþjónustunnar eftir Covid

Málsnúmer 202105191Vakta málsnúmer

Fyrir lá Vegvísir um viðspyrnu ferðaþjónustu til 2025 gefinn út af samtökum ferðaþjónustunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því frumkvæði er samtök ferðaþjónustunnar sýna með framsetningu þeirra áherslna er fram koma í viðspyrnu ferðaþjónustu til 2025. Jafnframt er atvinnu- og menningarmálafulltrúa Múlaþings falið að horfa til þeirra áherslna er fram eru settar af samtökum ferðaþjónustunnar, við mótun þess hvernig aðkomu sveitarfélagsins að framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustunnar verður háttað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.

Málsnúmer 202105231Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál

Málsnúmer 202105229Vakta málsnúmer

Sveitarstjóra falið að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

12.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál.

Málsnúmer 202105230Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?