Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

43. fundur 01. febrúar 2022 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Uppbygging atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði

Málsnúmer 202112019Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 26.01.2022, þar sem fram kemur að heimilt er að samþykkja tímabundna afslætti vegna byggingar atvinnuhúsnæðis á tilgreindum svæðum, standi vilji sveitarstjórnar til þess, en að þá þurfi að huga vel að rökstuðningi.

Í vinnslu.

3.Opinber störf á landsbyggðinni

Málsnúmer 202201144Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var staða og þróun opinberra starfa í Múlaþingi á undanförnum árum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að forma, í samræmi við umræðu á fundinum, drög að bókun er lögð verður fyrir næsta fund sveitarstjórnar og snýr að opinberum störfum á landsbyggðinni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Könnun um þjónustu sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202201152Vakta málsnúmer

Fyrir lá könnun Gallup á ánægju íbúa Múlaþings með þjónustu Múlaþings sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 24.01.2022.

Lagt fram til kynningar.

6.Nýr golfvöllur við Egilsstaði

Málsnúmer 202110126Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs varðandi framtíðarskipan golfvallarmála á Héraði. Lagt er til að skoðaðir verði tveir valkostir undir framtíðar golfvöll á Héraði, annars vegar í landi Eyvindarár og hins vegar í landi Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til áherslna í gildandi skipulagi sveitarfélagsins sem og óvissu varðandi vegtengingar í tengslum við Fjarðarheiðargöng er það mat byggðaráðs Múlaþings að framtíðar golfvöllur í landi Eyvindarár sé ekki vænlegur kostur. Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma á viðræðum við landeigendur Eiða varðandi það hvort staðsetning golfvallar þar geti komið til greina og þá með hvaða hætti. Málið verði tekið fyrir að nýju í byggðaráði er niðurstöður viðræðna liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Jörðin Gröf

Málsnúmer 202201118Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi varðandi það hvort til greina komi að sveitarfélagið selji jörðina Gröf til aðila er hefur í huga að þróa þar sumarhúsa- og útivistarsvæði auk skógræktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að svo stöddu er það mat byggðaráðs að ekki sé vænlegt að selja jörðina Gröf og felur sveitarstjóra að koma þeim upplýsingum á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.

Málsnúmer 202201109Vakta málsnúmer

Fyrir lá til umsagnar frá nefndasviði Alþingis frumvarp til laga um almannavarnir 181. mál.

Lagt fram til kynningar.

9.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.

Málsnúmer 202201151Vakta málsnúmer

Fyrir lá til umsagnar frá nefndasviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir stuðningi við fyrirliggjandi tillögu um að ríkisstjórninni verði falið að láta gera úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Ósk um afstöðu

Málsnúmer 202110002Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir umræðufundi er haldinn var á vegum Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar miðvikudaginn 26. janúar 2022. Umfjöllunarefnið var forsendur samstarfs sveitarfélaga um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar. Sveitarfélögum verður fljótlega sent uppfært erindi varðandi mögulega aðkomu að verkefninu.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir á vegum Ársala við Lagarás 21-33 á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?