Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

17. fundur 30. mars 2021 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri fór yfir mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins.

2.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð matsnefndar, dags. 24.03.21, þar sem fram kemur m.a. að matsnefnd leggur til að samþykkt verði að veita Ársölum bs. umbeðið stofnframlag, enda er gert ráð fyrir því í samþykktri fjárhagsláætlun Múlaþings fyrir árin 2021 og 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að veita Ársölum bs. stofnframlag, sem samkvæmt fyrirliggjandi gögnum næmi um 31 millj. kr. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að senda HMS staðfestingu um afstöðu sveitarfélagsins til umsóknarinnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá Veðurstofu Íslands varðandi endurskoðað hættumat fyrir svæðið frá Búðará að Skuldalæk á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því við sérfræðinga ofanflóðavarna að unnið verði kostnaðarmat varðandi gerð varanlegra varna við svæðið við Búðará auk tímaáætlunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi er hann átti með sérfræðingum Veðurstofunnar, Eflu og fulltrúa Ofanflóðasjóðs varðandi innihald minnisblaðsins. Einnig gerði sveitarstjóri grein fyrir matsgerðum vegna Hafnargötu 40b, 42 - 101, 42 - 201, 42b, 44b - 101 og 44b - 201, auk fundar er hann átti með fulltrúa Ofanflóðasjóðs varðandi matsgerðirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs vegna fyrirhugaðra kaupa á húseignum að Hafnargötu 40b, 42 - 101, 42 - 201, 42b, 44b - 101 og 44b - 201 á Seyðisfirði á grundvelli matsgerða er unnar voru fyrir Múlaþing og Ofanflóðasjóð í byrjun árs 2021. Sveitarstjóra falið að senda Ofanflóðanefnd erindi varðandi framangreint.
Sveitarstjóra jafnframt falið að vera í sambandi við húseigendur er gert hafa athugasemdir við fyrirliggjandi matsgerðir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Samningur um landvörslu á Víknaslóðum 2021

Málsnúmer 202103155Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að samningi á milli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Múlaþings um landsvörslu á Víknaslóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Múlaþings um landvörslu á Víknaslóðum og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2021

Málsnúmer 202102177Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Staðfesting á stofnframlagi sveitararfélags

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð matsnefndar, dags. 24.03.21, þar sem fram kemur m.a. að matsnefnd leggur til að samþykkt verði að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses. umbeðið stofnframlag enda verði gert ráð fyrir því í samþykktri fjárhagsláætlun Múlaþings fyrir árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses. stofnframlag, sem samkvæmt fyrirliggjandi gögnum næmi um 40 millj.kr. Gert verði ráð fyrir greiðslu stofnframlags við lok umræddra framkvæmda Jafnframt verði sveitarstjóra falið að senda HMS staðfestingu um afstöðu sveitarfélagsins til umsóknarinnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Fyrir lágu frekari gögn varðandi verkefnið. Fyrirliggjandi er verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið frá október 2021 út ágúst 2022 ásamt kostnaðaráætlun þar sem áætlað er að verja til verkefnisins tæpum 43 millj. kr. og af því liggja fyrir staðfest framlög upp á tæpar 8,5 millj. kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að samkomulagi við Ars Longa varðandi yfirtöku á húsnæði sveitarfélagsins að Vogalandi 5 á Djúpavogi. Formlegt afsal eignarinnar skal þó háð því að fyrir lok júní 2021 liggi fyrir undirritaðar viljayfirlýsingar og skuldbindingar aðila er koma munu að verkefninu með fjármuni er gera rekstur og uppbyggingu til lengri og skemmri tíma mögulega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Hugmynd um starfsemi á Eiðum.

Málsnúmer 202010612Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá fulltrúa samtakanna Lifandi samfélag varðandi möguleika á tímabundinni niðurfellingu fasteignagjalda á eignum á Eiðum komi til þess að viðkomandi, ásamt tveimur öðrum aðilum, festi kaup á umræddum eignum. Sambærilegt erindi frá sama aðila var til umfjöllunar hjá byggðaráði 3. nóvember 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa erindinu til verkefnisins Markaðssetning Eiða til umsagnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Hálendishringurinn; ferðamannavegur á Austurlandi

Málsnúmer 202102173Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Sveinn Sveinsson, svæðisstjóri Austursvæðis Vegagerðarinnar og fór yfir hugmyndir sem fram hafa komið um vegabætur á þessari leið og ræddi útfærslu þeirra við byggðaráð.
Einnig fór Sveinn yfir og svaraði spurningum varðandi ýmsar vegaframkvæmdir og þjónustu vega innan sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að lögð verði á það áhersla við fjárveitingarvaldhafa að gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar, endurbóta og framkvæmda við Hálendishring á Austurlandi, í samræmi við framkomnar hugmyndir, sem verði unnar í samstarfi við Vegagerðina og hagsmunaaðila. Mikilvægt er að í þær framkvæmdir verði ráðist sem fyrst þannig að hægt verði mæta fyrirsjáanlegri þjónustuþörf vegna innlendra og erlendra ferðamanna á svæðinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Samstarf við University of the Highlands and Islands

Málsnúmer 202102099Vakta málsnúmer

Til umræðu voru hugmyndir varðandi næstu skref í samstarfsverkefninu við University of Highlands and Islands (UHI).

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?