- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
a) Skipulagsmál á Seyðisfirði í kjölfar aurflóðanna á Seyðisfirði 18. desember 2020.
Tillaga að bókun:
Heimastjórn leggur til að umhverfis-og framkvæmdaráð hafi hraðar hendur með að skipa í stýrihóp sem hefur það hlutverk að greina stöðu húsnæðismála og alla uppbyggingu á Seyðisfirði í kjölfar aurflóðanna í desember s.l. Skoða verður alla möguleika með þéttingu byggðar fyrir nýbyggingar og einnig ný örugg svæði eins og t.d. núverandi knattspyrnuvöll. Rödd íbúa verður að fá að heyrast og náið samstarf verði í þessari vinnu við þá íbúa sem hlut eiga að máli. Mikilvægt er að þrýst verði á að staðið verði við þau loforð sem ríkisvaldið hefur gefið út varðandi aðstoð við uppbyggingu Seyðisfjarðar
b) Ofanflóðavarnir.
Heimastjórn gerir þá kröfu að strax verði hafin rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar fóru ekki fram fyrr en skriður voru farnar að falla og nánast allar rýmingar sem framkvæmdar voru í raun “sagnfræði? en ekki forspá eins og þær eiga að vera. Mikið verk er nú óunnið til að skapa traust íbúa til rýminga. Endurskoða verður allt vinnulag við ákvarðanatökur við óvissuaðstæður og að ekki sé talað um hamfaraaðstæður eins voru í aðdragandi hamfaranna þann 18 desember síðastliðinn. Sérstaklega þarf að skoða hvar ábyrgð á ákvörðun um rýmingar liggur en samkvæmt núgildandi reglum liggur ákvörðun um rýmingar hjá Veðurstofu varðandi snjóflóðahættu og hjá Almannavarnarnefnd varðandi aurskriðuhættu. Þetta skapar hættulegt flækjustig sem sýndi sig ljóslega í þessum atburðum á Seyðisfirði. Eðlilegt verður að telja að í báðum tilvikum eigi þessi ákvörðun að liggja hjá Veðurstofu með sterkri tengingu inn á staðina bæði með aðkomu eftirlitsmanna Veðurstofunnar á hverjum stað auk staðarnefndar sem virkjast um leið og Veðurstofa telur tilefni til. Núverandi staða þessara mála er algerlega óviðunandi enda ljóst að þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf á Seyðisfirði.
Bókun sendist til Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Sveitastjórnar Múlaþings, Ofanflóðasjóðs, Veðurstofunnar og Sveitastjórnaráðuneytið.
c) Áframhaldandi áfallahjálp fyrir íbúa Seyðisfjarðar.
Heimastjórn leggur þunga áherslu á áframhaldandi þjónustu við bæjarbúa er varðar áfallahjálp og beinir því til Félagsþjónustu Múlaþings að tryggja að svo verði. Slík þjónusta verður að vera til staðar næstu mánuði og því mikilvægt að hún verði veitt áfram á Seyðisfirði og einnig hugað vel að einstökum hópum. Mikilvægt er að í boði verði sérstakt námskeið í áfallahjálp fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla til að greina áfallaeinkenni barna.
d.Fjarðarheiðargöng
Mikilvægt er fyrir alla uppbyggingu á Seyðisfirði að vinna við Fjarðarheiðargöng hefjist sem fyrst. Heimastjórn skorar á ríkisstjórnina að kvika hvergi frá áætlunum um Seyðisfjarðargöng, mikilvægt er fyrir íbúa Seyðisfjarðar að eiga greiða flóttaleið frá staðnum ef hamfaraaðstæður eru í uppsiglingu.Núverandi aðstæður með einu landleiðina frá Seyðisfirði um hæsta og erfiðasta fjallveg landsins er ekki lengur boðleg. Mikil mildi var að Fjarðarheiðin var fær 18. desember þegar ósköpin dundu yfir.
d.Útgáfa upplýsingarblaðs á Seyðisfirði
Heimastjórn telur mikilvægt að huga fljótt að upplýsingablað fyrir Seyðfirðinga þar sem eingöngu eru upplýsingar um aurskriðurnar, afleiðingar hennar og það sem framundan er.
e) Þakkir.
Heimastjórn þakkar öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að björgunarstörfum á Seyðisfirði fyrir frábærlega unnin störf. Heimastjórn lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með það hversu vel hreinsunarstörf hafa gengið og hversu gott skipulag hefur verið á málum af hálfu Múlaþings. Vinnubrögð þeirra sem hafa komið hér að málum varðandi tryggingar og almannaþjónustu hafa verið einstaklega vel unnin sem ber sérstaklega að þakka.