Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

74. fundur 06. júní 2023 kl. 12:30 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að nýtt mál yrði tekið fyrir fundinn og var það samþykkt samhljóða. Málið hefur málsnúmer 202305193.

Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir sat 1. lið. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðmunda Vala Jónasdóttir, Bryndís Björt Hilmarsdóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir sátu 2.- 6. lið. Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sat 7.- 11. lið.

Sóley Þrastardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Egilsstaða og Drífa Sigurðardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Fellaskóla sátu 1. lið. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir leikskólastjóri Bjarkatúni og Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri Tjarnarskógi sátu 4. og 6. lið Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri Hádegishöfða sat 4. lið.

Marta Wium Hermannsdóttir leikskólafulltrúi og Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi sátu 1. - 13. lið.

1.Skóladagatöl tónlistaskóla 2023-2024

Málsnúmer 202306007Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skóladagatöl tónlistaskóla í Múlaþingi, fyrir skólaárið 2023-2024.

Sóley Þrastardóttir fylgdi eftir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2023-2024 og kynnti forsendur þess.

Drífa Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ, kynnti fyrirliggjandi drög að skóladagatali Tónlistarskólans í Fellabæ 2023-2024 sem byggir á svipuðum forsendum og í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum.

Tónlistaskóli Norður Héraðs, Djúpavogsskóla og Seyðisfjarðarskóla fylgja skóladagatölum viðkomandi grunnskóla.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að skóladagatölum tónlistarskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197Vakta málsnúmer

Fyrir liggur innleiðingaráætlun um betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að leggja fyrir könnun vorið 2024 til foreldra um fyrirkomulag á betri vinnutíma í leikskólum. Fjölskylduráð samþykkir innleiðingaráætlunina um betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Reglur leikskóla í Múlaþingi - endurskoðun

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar reglur leikskóla í Múlaþingi. Breytingar á reglunum snúa að starfsmannafundum, lokun vegna sumarleyfa og milli hátíða, umsóknum um gjaldfrjáls leyfi og þegar börn færast á milli leikskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.

4.Skóladagatöl leikskóla 2023-2024

Málsnúmer 202306009Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skóladagatöl leikskóla í Múlaþingi, fyrir skólaárið 2023-2024.

Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri Hádegishöfða, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir Hádegishöfða skólaárið 2023-2024. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.
Guðrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri Bjarkatúni, kynnti fyrirliggjandi tillögur að leikskóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.
Sigríður Herdís Pálsdóttir, leikskólastjóri Tjarnarskógar, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.
Leikskólinn í Brúarási fylgir skóladagatali Brúarásskóla.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögur að leikskóladagatölum 2023-2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sumarleyfi leikskóla 2024

Málsnúmer 202306013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá leikskólastjórafundi, dagsett 25.5 2023, varðandi sumarlokun leikskóla 2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Ytra mat leikskóla 2023

Málsnúmer 202306012Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ytra matsskýrslur frá Menntamálastofun vegna leikskólanna Bjarkatún og Tjarnarskógar sem bárust í maí 2023.

Guðrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri Bjarkatúns, kynnti helstu niðurstöður úr ytra matinu fyrir leikskólann Bjarkatún.
Sigríður Herdís Pálsdóttir, leikskólastjóri Tjarnarskógar, kynnti einnig helstu niðurstöður úr ytra matinu fyrir leikskólann Tjarnarskóg.

Lagt fram til kynningar.

7.Útboð á skólaakstri/almenningssamgöngum 2023

Málsnúmer 202303029Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir að gengið verið til samninga við lægstbjóðandi á einstökum akstursleiðum svo framarlega að öll skilyrði sem sett voru í útboðinu séu uppfyllt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Gjaldskrá vegna húsnæðis grunnskóla Múlaþings

Málsnúmer 202305309Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að gjaldskrá vegna útleigu á húsnæði grunnskóla Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

9.Þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi 2023

Málsnúmer 202305063Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að gjaldskrá vegna útleigu á húsnæði grunnskóla Múlaþings.

Lagt fram til kynningar

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.

Málsnúmer 202303071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um grunnskóla, framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla, 128. mál.

Lagt fram til kynningar.

11.Bréf til sveitarfélaga,styrkbeiðni

Málsnúmer 202304170Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Kennarasambandi Austurlands, KSA, dagsett 25. apríl 2023. Í erindinu er óskað eftir að Múlaþing styrki haustþing KSA sem haldið verður 15. sept nk.

Fjölskylduráð mun áfram styrkja Haustþing KSA um afnot af húsnæði þegar þingin eru haldin í Múlaþingi og fagnar því góða starfi sem Haustþingin eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Ráðstöfun fjármuna í grunnskólum fyrir alla

Málsnúmer 202306024Vakta málsnúmer

Kynning á vinnu skólastjórnenda og skólaþjónustu á ráðstöfun fjármuna í grunnskólum fyrir alla í Múlaþingi.

Frestað.

13.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Samningur um skólaþjónustu nr.444/2019 vegna barna í leik- og grunnskóla í Vopnafjarðarhreppi og Múlaþings

Málsnúmer 202305193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur milli Vopnafjarðarhrepps og Múlaþings um skólaþjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?