Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

34. fundur 21. desember 2021 kl. 12:30 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir / Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri / íþrótta- og æskulýðsstjóri
Dagmar Ósk Atladóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks leiksóla og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir mættu á fundinn undir lið 1. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt, Helena Rós Einarsdóttir og Hrund Erla Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúar grunnskóla sátu fundinn undir liðum 2-4. Ruth Magnúsdóttir og Anna Birna Einarsdóttir sátu fundinn undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.

1.Leikskólinn Bjarkatún - tilfærsla á starfsdögum

Málsnúmer 202112111Vakta málsnúmer

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, skólastjóri leikskólans Bjarkatúns kynnti erindið sem varðar tilfærslu tveggja starfsdaga í leikskólanum á vorönn 2022. Foreldrar hafa fengið kynningu á þessari tilfærslu og setja sig ekki upp á móti umbeðinni tilfærslu.

Umsamin tilfærsla starfsdaga samþykkt án atkvæðagreiðslu.

2.Sjálfsmatsskýrsla Egilsstaðaskóli 2020-2021

Málsnúmer 202110086Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla fylgdi skýrslunni úr hlaði og dró fram þær áherslur sem að baki vinnunnar við matið liggja og ákveðnar niðurstöður sem koma þar fram.

Sjálfsmatsskýrslan lögð fram til kynningar.

3.Sjálfsmatsskýrsla Fellaskóla 2020-2021

Málsnúmer 202112137Vakta málsnúmer

Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi sjálfsmatsskýrslunni og úrbótaáætluninni úr hlaði og dró fram ákveðna þætti í niðurstöðum skýrslunnar. Hún vakti athygli á hversu mikilvæg vinnan við innra mat er fyrir skólastarfið.

Lagt fram til kynningar.

4.Vegþjónusta vegna skólaaksturs við Brúarásskóla

Málsnúmer 202111108Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð tekur undir áhyggjur foreldrafélags Brúarásskóla sem koma fram í erindinu og óskar eftir að fá að fylgjast með niðurstöðu þeirrar vinnu sem nú fer fram í samræmi við bókun umhverfisráðs á 41. fundi 15. desember sl.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Reglur íþróttamannvirkja Múlaþings

Málsnúmer 202112163Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að upplýsingabókum fyrir íþróttamannvirki í Múlaþingi. Er íþrótta- og æskulýðsstjóra falið að vinna áfram að bókunum í samvinnu við forstöðufólk og leggja þær fyrir ráðið fyrri hluta árs 2022.

Ráðið leggur til að í öllum líkamsræktarsölum á vegum sveitarfélagsins verði sama aldurstakmark og að eftirfarandi reglur gildi:
Unglingum í 9. bekk grunnskóla er heimilt að koma eftir áramót í líkamsrækt í Múlaþingi. Er það að undangengnum áfanga í íþróttavali og/eða 3-5 tímum með þjálfara/íþróttakennara í viðkomandi líkamsrækt þar sem farið er í gegnum kennslu á tækum og umgengni í líkamsræktarsal. Þá þarf að vera til staðar undirritað leyfi foreldra.
Grunnskólanemendur fá afsláttarkjör af kortum í líkamsrækt, en frítt er í sund fyrir þennan aldur.

Að auki felur ráðið íþrótta- og æskulýðsstjóra að vinna með forstöðufólki að því að samræma reglur fyrir íþróttamannvirki í sveitarfélaginu á árinu 2022.

Samþykkt samhljóða.

6.Tómstundaframlag

Málsnúmer 202010548Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um tómstundaframlag Múlaþings fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

7.Sameiginlegt kort í íþróttamannvirki Múlaþings

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir að hægt verði að kaupa eitt kort sem gildir í allar líkamsræktarstöðvar og sundlaugar í eigu Múlaþings frá og með 1. febrúar 2022.

Ráðið felur íþrótta- og æskulýðsstjóra að útfæra kortið í samræmi við fyrirliggjandi drög og auglýsa.

Samþykkt samhljóða.

8.Samningar við íþróttafélög í Múlaþingi 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

9.Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum - starfsemi og rekstur

Málsnúmer 202103234Vakta málsnúmer

Upplýsingar um starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum lagðar fram til kynningar.

10.Erindi vegna stofnunar nýs liðs í KSÍ keppni

Málsnúmer 202112158Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?