Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

18. fundur 27. apríl 2021 kl. 12:00 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir / Júlía Sæmundsdóttir fræðslustjóri / félagsmálastjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Kristján Ketill Stefánsson sátu fundinn undir liðum nr. 5-7. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þorbjörg Sandholt, Hrefna Hlín Sigurðardóttir og Hrund Erla Guðmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 7-11. Sóley Þrastardóttir sat fundinn undir lið 7 og lið 12 sem áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla. Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, sat fundinn undir liðum 10 og 11.

Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi, sat fundinn undir liðum 5-12.

1.Starfsmannamál

Málsnúmer 202104187Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir tillögur félagsmálastjóra um aukningu stöðugilda í félagsþjónustu. Samþykkt er afleysingarstöðugildi vegna veikinda starfsmanns í 5 mánuði frá og með maí til og með september á yfirstandandi ári. Fjölskylduráð leggur til að samþykkt verði 100% stöðugildi til framtíðar sem gera verður ráð fyrir í fjárhagsáætlun næsta árs. Kostnaðarmat er;

Afleysing vegna veikinda 5 mán. maí til sept.
4.763.615,00
Nýtt stöðugildi í barnavernd frá 01.08.2021
4.810.615,00
Samtal aukning vegna veikingda og nýtt stg.
9.574.230,00

Kostnaðar vegna þessara breytinga á yfirstandandi ári rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Auk þessa þarf að skoða mönnunarþörf á fjölskyldusviði í heild vegna innleiðingar farsældarfrumvarps sem taka á gildi 1. janúar 2022.

Samþykkt samhljóða.

2.Framsal valds til einstakra starfsmanna 31. gr. bvl.

Málsnúmer 202104185Vakta málsnúmer

Skv. 4. gr. reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004 ber barnaverndarnefnd að setja sér reglur varðandi framsal valds til einstakra starfsmanna, m.a. til þess að beita 31. gr. bvl. sem er neyðarúrræði til þess að vinda bráðan bug á brýnum vanda barna. Samþykkt er að framselja í hendur félagsmálastjóra sem og deildarstjóra barnaverndar valdi til þess að framfylgja ákvæðum 31. gr. bvl. nr. 80/2002 án undangenginnar málsmeðferðar skv. VIII kafla laganna, enda verði málið tekið til meðferðar í barnaverndarnefnd svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en innan 14 daga, ella falli ákvörðun skv. 31. gr. úr gildi.

Skv. sömu gr. reglugerðar nr. 56/2004 er verkskipting milli nefndarinnar og sérhæfðs starfsliðs hennar sú að starfsmönnum er falið að taka ákvörðun um hvort hefja skuli könnun máls skv. 21. og 22. gr. bvl., sjá um könnun og meðferð einstakra mála skv. 23. gr. s.l. og taka ákvarðanir um aðrar þær ráðstafanir er heyra undir bvl. á teymisfundi sérfræðinga sviðsins. Undanþegnar eru ákvarðanir sem tilgreindar eru í fyrrgreindri reglugerð s.s. að kveða upp úrskurði samkvæmt barnaverndarlögum, taka ákvarðanir um málshöfðun skv. 28. og 29. gr. laganna, setja fram kröfu um sjálfræðissviptingu skv. 30. gr. laganna, og taka ákvarðanir um að krefjast brottvikningar heimilismanns eða nálgunarbanns skv. 37. gr. laganna.

3.Umsagnarbeiðni um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.

Málsnúmer 202104021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins frá síðasta fundi ráðsins.

5.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Reglur leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202104188Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.Umsagnarbeiðni um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.

Málsnúmer 202104101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Umsagnarbeiðni um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.

Málsnúmer 202104081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Starfsemi Grunnskóla Borgafjarðar 2021-2022

Málsnúmer 202103181Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur til að í ljósi farsæls samstarfs Grunnskólans á Borgarfirði og Fellaskóla, Fellabæ, verði starfsemin á Borgarfirði starfrækt sem deild frá Fellaskóla frá og með næsta skólaári. Ráðinn verði deildarstjóri sem hafi með höndum daglega umsjón með deildinni á Borgarfirði og sinni jafnframt kennslu þar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202010627Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Skóladagatöl grunnskóla 2021-2022

Málsnúmer 202104191Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skóladagatöl frá Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla fyrir skólaárið 2021-2022.

Bæði skóladagatöl samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Skóladagatöl tónlistarskóla 2021-2022

Málsnúmer 202104192Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?