Fara í efni

Starfsemi Grunnskóla Borgafjarðar 2021-2022

Málsnúmer 202103181

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 7. fundur - 25.03.2021

Erindi barst frá starfsfólki Grunnskólans á Borgarfirði um starfsemi og rekstrarform hans fyrir skólaárið 2021 - 2022. Tillaga þeirra er að ráðinn verði deildarstjóri við skólann og skólastjórn verði í höndum skólastjórans í Fellaskóla. Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Múlaþings, mætti á fundinn og fræddi heimastjórn um samstarf Fellaskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar.
Síðastliðin þrjú ár hafa nemendur á Borgarfirði sótt nám í Fellaskóla einu sinni í viku og hefur að mati fræðslustjóra og starfsfólks gefist vel. Frá áramótum hefur fyrirkomulagið verið þannig að skólastjóri Fellaskóla hefur sinnt skólastjórn Grunnskóla Borgarfjarðar.
Heimastjórn tekur undir sjónarmið starfsfólks Grunnskólans á Borgarfirði og fagnar þeim góða árangri sem hlotist hefur af samstarfi við Fellaskóla. Mikilvægt er að ráða deildarstjóra við skólann á Borgarfirði svo festa sé tryggð í skólahaldinu á staðnum. Heimastjórn tekur fram að ef aðstæður breytast má ráða skólastjóra við skólann á ný.
Vísað til fjölskyldu ráðs.

Gestir

  • Helga Guðmundsdóttir - mæting: 10:00

Fjölskylduráð Múlaþings - 18. fundur - 27.04.2021

Fjölskylduráð leggur til að í ljósi farsæls samstarfs Grunnskólans á Borgarfirði og Fellaskóla, Fellabæ, verði starfsemin á Borgarfirði starfrækt sem deild frá Fellaskóla frá og með næsta skólaári. Ráðinn verði deildarstjóri sem hafi með höndum daglega umsjón með deildinni á Borgarfirði og sinni jafnframt kennslu þar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi starfsemi Grunnskóla Borgarfjarðar auk bókana frá fundum heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 25.03.2021, og fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 27.04.2021.

Til máls tók: Elvar Snær Kristjánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fjölskylduráðs samþykkir sveitarstjórn að í ljósi farsæls samstarfs Grunnskólans á Borgarfirði og Fellaskóla, Fellabæ, verði starfsemin á Borgarfirði starfrækt sem deild frá Fellaskóla. Deildarstjóri hafi með höndum daglega umsjón með deildinni á Borgarfirði og sinni jafnframt kennslu þar. Sveitarstjórn tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar um að ef aðstæður breytast megi ráða skólastjóra við skólann á ný.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?