Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

103. fundur 09. janúar 2024 kl. 08:30 - 12:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri sendi, fyrir hönd sveitarfélagsins, menningar- og viðskiptaráðuneyti stuðningsyfirlýsingu við það markmið að sundlaugarmenning Íslendinga verði tilnefnd á lista UNESCO.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Umsókn um lóð, Miðvangur 8

Málsnúmer 202208148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi mögulega niðurfellingu gatnagerðargjalds.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá Sigurgarði ehf varðandi mögulega niðurfellingu gatnagerðargjalds til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umsagnar. Málið verður tekið fyrir til afgreiðslu í byggðaráði er umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 sem hefur verið lögð fram til kynningar í Skipulagsgátt.

Lagt fram til kynningar.

4.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa eigenda Egilsstaða 2 varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á landi á svo kölluðu Suðursvæði auk þess að fara yfir hugmyndir að tilboðum í umrætt svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við landeigendur í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Rammasamningur, íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202103138Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er rammasamningur Múlaþings við Hrafnshól ehf., Nýjatún ehf. og Bæjartún íbúðarfélag ehf. um byggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi er gerður var 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþins felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Beiðni um stofnframlag

Málsnúmer 202401009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Landsamtökunum Þroskahjálp varðandi stofnframlag vegna kaupa á íbúð á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita vilyrði fyrir stofnaframlagi (12% af kaupverði) vegna kaupa Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar á íbúð við Bláargerði sem nýtt verði til útleigu fyrir fatlaða íbúa Múlaþings. Stofnframlag sveitarfélagsins verði þó háð því að Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar fái stofnframlag frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vegna umræddra kaupa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til upplýsingar um stöðu málsmeðferðar Óbyggðanefndar á Austurlandi.

Lagt fram til kynningar.

8.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Farið yfir erindin sem bárust á sveitarstjórnarbekkinn, sem haldinn var á Jólakettinum 16. desember sl., og þeim vísað til viðkomandi ráða, stofnana og starfsfólks til afgreiðslu eftir því sem við á.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 05.12.2023 og 15.12.2023.

Lagt fram til kynningar

10.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Ríkarðshúss, dags. 28.11.2023, og aðalfundar Ríkharðshúss 2023, dags. 19.12.2023.

Lagt fram til kynningar

11.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 12.12.2023.

Lagt fram til kynningar

12.Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs

Málsnúmer 202304051Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn er farið var yfir á sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og ungmennaráðs miðvikudaginn 15. nóvember 2023.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi ábendingum og fyrirspurnum til fjölskylduráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2023

Málsnúmer 202308123Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 08.11.2023, 15.11.2023 og 12.12.2023.

Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 13.12.2023.

Lagt fram til kynningar.

15.Fundagerðir SSA 2023

Málsnúmer 202304031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags. 08.12.2023.

Lagt fram til kynningar.

16.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2023

Málsnúmer 202311030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 08.12.2023.

Lagt fram til kynningar.

17.Fundagerðir stjórnar Héraðsskalasafns Austfirðinga 2023

Málsnúmer 202312318Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 13.12.2022, 19.10.2023 og 21.12.2023.

Lagt fram til kynningar.

18.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2023

Málsnúmer 202312314Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 22.12.2023, ásamt gögnum.

Lagt fram til kynningar.

19.Fundagerð, Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði,

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 14.12.2023.

Lagt fram til kynningar.

20.Umsókn um menningarstyrk, Starfsemi Kórs Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 202309115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings varðandi erindi frá kór Egilsstaðakirkju varðandi langtímasamning um menningarstarfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í umsögn atvinnu- og menningarmálastjóra að samkvæmt úthlutunarreglum Múlaþings sé ekki hægt að verða við beiðni kórs Egilsstaðakirkju um langtímasamning. Vakin er athygli á að sveitarfélagið úthlutar styrkjum til sértækra menningarverkefna tvisvar á ári og eru aðilar hvattir til að nýta sér þann valkost. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við fulltrúa kórs Egilsstaðakirkju.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

21.Haustþing SSA og aðgerðaráætlanir 2023

Málsnúmer 202309159Vakta málsnúmer

Fyrir liggur aðgerðaráætlun sem unnin er upp úr ályktunum haustþings SSA.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að sjá til þess að þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi aðgerðaráætlun Haustþings SSA, sem haldið var dagana 28.-29. september 2023, í viðeigandi ferli hjá starfsfólki og fagráðum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

22.Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að viðauka við leigusamning um tjaldsvæði á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gildandi leigusamningur um tjaldsvæði á Seyðisfirði verði framlengdur um eitt ár í samræmi við grein 11.01 leigusamningsins. Nýja samningstímabilið verði 1. apríl - 31. október 2024. Atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

23.Fréttatilkynning frá Samtökum orkusveitarfélaga vegna kynningu á tillögum starfshóps um vindorku í dag

Málsnúmer 202312335Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fréttatilkynning frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga varðandi kynningu á tillögum starfshóps um vindorku 13. desember 2023.

Lagt fram til kynningar.

24.Samráðsgátt. Frumvarp um lög um sjávarútveg og sjávarútvegsstefnu og frumvarp um lagareldi

Málsnúmer 202312334Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til umsagnar frumvarp til laga um sjávarútveg og sjávarútvegsstefnu sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda þann 24.11.2023 og frumvarp til laga um lagareldi sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda þann 06.12.2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þá áherslu er fram hefur komið frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga að tekið verði tillit til starfsumhverfis sjávarútvegs, í fiskeldi og byggðaþróunar í öllum breytingum sem til umræðu eru í fyrirliggjandi frumvörpum.

Samþykkt með 4 atkvæðum og einn sat hjá (HHÁ)

25.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 1012010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.

Málsnúmer 202401008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði) 27. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?