Fara í efni

Reglur um íbúakosningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202309119

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 96. fundur - 03.10.2023

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi reglur um framkvæmd íbúakosninga í Múlaþingi. Inn á fundinn undir þessum lið komu Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og Aron Thorarensen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Múlaþings.

Í vinnslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson og Aron Thorarensen - mæting: 11:15

Byggðaráð Múlaþings - 99. fundur - 07.11.2023

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir drög að reglum um framkvæmd heimastjórnarkosninga hjá sveitarfélaginu Múlaþingi.

Í vinnslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 11:10

Byggðaráð Múlaþings - 101. fundur - 28.11.2023

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir drög að reglum um framkvæmd íbúakosninga hjá sveitarfélaginu Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um framkvæmd íbúakosninga hjá sveitarfélaginu Múlaþingi og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 28.11.2023, varðandi reglur um íbúakosningar í Múlaþingi.

Til máls tóku: Einar Freyr Guðmundsson, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Pétur Heimisson, Ívar Karl Hafliðason sem svaraði fyrirspurn Eyþórs Stefánssonar, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Þröstur Jónsson svaraði fyrirspurn Eyþórs, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem svaraði einnig fyrirspurn Eyþórs og Eyþór Stefánsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi reglur um framkvæmd íbúakosninga hjá Múlaþingi og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?