Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

70. fundur 06. desember 2022 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins og fóru yfir greiðsluflæði til áramóta.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs til síðari umræðu, auk tillagna að gjaldskrám.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun 2024-2026, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögur að gjaldskrám fyrir leigu á rýmum í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð ásamt gestalistamannaíbúð og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindisbréf starfshóps um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði og felur sveitarstjóra að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF veitna, dags. 29.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hreinsistöð við Melshorn upp á 945 milljónir króna, er allt of dýrt. Skorað er á HEF-Veitur að leita enn leiða til að Lagarfljót sem jökulfljót fáist skilgreint sem ekki viðkvæmur viðtaki og eigi verði krafist meir en eins þreps hreinsivirkis.
Dapurlegt er að stjórnvöld sváfu á verðinum þegar EES reglugerð um viðtaka var samþykkt þar sem ekkert tillit er tekið til sérstöðu jökulfljóta sem viðtaka.

6.LungA hátíðin, styrkbeiðni

Málsnúmer 202209164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá framkvæmdastýru LungA vegna LungA hátíðarinnar ásamt gögnum er varða rekstur hátíðarinnar árin 2019 - 2022. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist fulltrúi LungaA hátíðarinnar Björt Sigfinnsdóttir og gerði grein fyrir stöðu mála.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Mörg smá fyrirtæki og stofnanir máttu þola þrengingar og áföll í Covid-19 um heim allan, þar með talið í Múlaþingi. Sveitarfélagið Múlaþing getur ekki bjargað áföllum þeirra allra, né getur það dregið út einstaka aðila og bætt þeim Covid-tjónið. LungA hátíð verður rétt eins og aðrir að takast á við sitt áfall án aðkomu Múlaþings. Slíkt getur verið sársaukafullt, en það hefur það verið fyrir alla. Því er þessari styrkbeiðni LungA hátíðar hafnað.

Tillagan felld með fjórum atkvæðum (HHÁ, BHS, VJ, HÞ), einn sat hjá (ÍKH).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita LungA hátíðinni viðbótarstyrk að fjárhæð kr. 1.500.000 vegna þess ófyrirséða fjárhagsvanda er skapast hefur í tengslum við Covid 19. Viðbótarstyrkur skal þó skilyrtur því að framlag að fjárhæð kr. 3.5000.000 fáist frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Sveitarstjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (HHÁ, BHS, VJ, HÞ), einn sat hjá (ÍKH).

7.Málaleitan vegna Hofteigskirkjugarðs á Jökuldal

Málsnúmer 202211262Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi vegna Hofteigskirkjugarðs á Jökuldal varðandi aðkomu sveitarfélagsins að endurbótum á kirkjugarðinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að verða við málaleitan um að sveitarfélagið kosti efni í nýja girðingu um kirkjugarðinn á Hofteigi og felur sveitarstjóra að sjá til þess að við þessu verði brugðist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202208132Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að þjónustusamningi milli Múlaþings og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um samræmda móttöku flóttafólks ásamt gögnum þessu tengt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði tímabundinn þjónustusamningur um móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur sveitarstjóra uframkvæmd málsins. Samningurinn verði tekinn fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skortur á sérfræðingum í sveitarfélögum

Málsnúmer 202212002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ábending þar sem fram kemur að sveitarfélög geti gert tillögur til stjórnvalda varðandi ívilnanir er leiði til þess að sérfræðimenntað fólk leiti frekar starfa á viðkomandi svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að fara yfir framkomnar ábendingar með fulltrúum HSA. Málið verði tekið fyrir að nýju í byggðaráði að þeirri yfirferð lokinni verði niðurstaðan sú að gera skuli tillögu til stjórnvalda varðandi ívilnanir er leiði til fjölgunar sérfræðimenntaðs fólks til starfa innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Styrkleikarnir, Egilsstaðir

Málsnúmer 202212013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Krabbameinsfélagi Íslands varðandi samstarf við framkvæmd á Styrkleikunum á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið komi að undirbúningi og framkvæmd viðburðarins Styrkleikarnir á Egilsstöðum í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands og Krabbameinsfélögin á Austurlandi og Austfjörðum. Stefnt er að því að viðburðurinn verði haldinn í lok ágúst 2023 eða byrjun september 2023. Sveitarstjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim valkostum er verið hafa til skoðunar að hálfu sveitarfélagsins í samráði við fulltrúa Skaftfells.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Öldugata 14 á Seyðisfirði verði ekki sett í söluferli þar sem mögulega er ástæða til að skoða aðrar leiðir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðisins. Stefnt er að því að taka málið fyrir á ný er fulltrúar byggðaráðs hafa haft tök á að kynna sér betur þá starfsemi er fram fer í húsnæðinu í dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 41995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál.

Málsnúmer 202211264Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?