Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

69. fundur 29. nóvember 2022 kl. 08:30 - 11:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs til síðari umræðu.

Í vinnslu.

3.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfært minnisblað varðandi íbúðir í eigu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur er varða íbúðir í eigu Múlaþings og felur sveitarstjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

Málsnúmer 202211144Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta uppfæra annars vegar kjarasamningsumboð sveitarfélagsins til Sambandsins og hins vegar umboð Sambandsins til að undirrita, fyrir hönd sveitarfélagsins, samkomulag um sameiginlega ábyrgð til samræmis við kröfur persónuupplýsingalaga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Tandraorka, kynding með viðarperlum

Málsnúmer 202211153Vakta málsnúmer

Undir þessum lið tengdist inn á fundinn Magnús Þorsteinsson og gerði grein fyrir þeim verkefnum sem unnið er að hjá fyrirtækinu Tandraorku ehf. varðandi mögulegar orkulausnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar Magnúsi Þorsteinssyni fyrir áhugaverða kynningu og vísar framkomnum hugmyndum til frekari skoðunar í starfshóp um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Magnús Þorsteinsson - mæting: 10:00

6.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að ýmsum gjaldskrám vegna þjónustu stofnana á vegum Múlaþings auk reglna um afslátt af fasteignaskatti hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu að gjaldskrá Bókasafna Múlaþings og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar. Aðrar gjaldskrár lagðar fram til kynningar

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201168Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir aðalfundar og stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 11.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur 17.11.2022. Dýralíf ehf

Málsnúmer 202210199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Dýralífs ehf., dags. 17.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 202111213Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austurlands, dags. 15.11.2022 ásamt gögnum.

Lagt fram til kynningar.

10.Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Hlynur Jónsson, Þura Garðarsdóttir og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum varðandi framtíðarstarfsemi í Bragganum við hliðina á Sláturhúsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar þeim Hlyni Jónssyni og Þuru Garðarsdóttur greinargóða kynningu á hugmyndum varðandi framtíðarstarfsemi í Bragganum. Málið verður tekið til áframhaldandi umfjöllunar er frekari gögn liggja fyrir.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hlynur Jónsson og Þura Garðarsdóttir - mæting: 11:00

11.LungA hátíðin, styrkbeiðni

Málsnúmer 202209164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá framkvæmdastýru LungA vegna LungA hátíðarinnar ásamt gögnum er varða rekstur hátíðarinnar árin 2019 - 2022.

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?