Fara í efni

Yfirlit frétta

Mikið við að vera fyrir börn í sumar
06.07.21 Fréttir

Mikið við að vera fyrir börn í sumar

Í Múlaþingi er margt um að vera í sumar fyrir yngri íbúa sveitarfélagsins. Til að mynda ýmis námskeið ætluð börnum og ungmennum auk sérstakra viðburða og vinnusmiðja fyrir þennan hóp.
Djúpavogsskóli.
06.07.21 Fréttir

Laus störf í Djúpavogsskóla

Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónlistarskóli sem óskar annars vegar eftir umsjónarmanni yfir lengdri viðveru og hins vegar stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um hlutastörf er að ræða en möguleiki er á að sameina störfin í heilt stöðugildi.
Hugmyndasamkeppni hafin
06.07.21 Fréttir

Hugmyndasamkeppni hafin

Markmið samkeppninnar er að auka útsýnis- og náttúruupplifun svæðisins ásamt því að tryggja öryggi gesta á svæðinu. Ekki síður er markmiðið að gera svæðið að eftirsóknarverðum ferðamannastað á Austurlandi, enda svæðið talinn líklegur segull ferðamanna í Áfangastaðaáætlun Austurlands og uppbygging þar því mikilvæg. Verkefnið fékk styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Afkomendur Hans Jónatan. Mynd fengin af ættarvef Hans Jónatans
05.07.21 Fréttir

Karabíski þrællinn sem varð verslunarstjóri á Djúpavogi

Listaverkið Frelsi verður afhjúpað næstu helgi við Löngubúð
Vinnuskóli Múlaþings tekinn til starfa
05.07.21 Fréttir

Vinnuskóli Múlaþings tekinn til starfa

Fyrstu nemendurnir í Vinnuskóla Múlaþings hófu störf 9. júní síðastliðinn. Starfstöðvar vinnuskólans í sumar verða þrjár, á Djúpavogi, Egilsstöðum/Fellabæ og Seyðisfirði en í sumar verða engir nemendur í Vinnuskóla Múlaþings á Borgarfirði.
Útilistaverkið Frelsi afhjúpað
02.07.21 Fréttir

Útilistaverkið Frelsi afhjúpað

Opnunarathöfn sýningar Sigurðar Guðmundssonar fer fram á Djúpavogi laugardaginn 10. júlí. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhjúpar útilistaverkið Frelsi við Löngubúð klukkan 14:30 og ávarpar gesti í Bræðslunni klukkan 15:00.
Starfsmaður óskast á Djúpavogi
02.07.21 Fréttir

Starfsmaður óskast á Djúpavogi

Leitað er eftir starfsmanni til að taka á móti gestum og vakta sumarsýningu sem stendur yfir í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýningin opnar 10. júlí og stendur til 15. ágúst. Starfið felur í sér yfirsetu og viðveru á opnunartíma og almenna gæslu og umsjón sýningar, móttöku gesta og sölu á sýningarskrá.
Drónamynd af myllutóft (m. Hulda Björk Guðmundsdóttir)
01.07.21 Fréttir

Stór fornleifarannsókn vegna ofanflóðavarna í Seyðisfirði

Hafin er vinna við fornleifarannsókn á Seyðisfirði á svæði sem kemur til með að hverfa undir varnargarða í tengslum við ofanflóðavarnir. Það er fyrirtækið Antikva ehf. sem sér um framkvæmd verkefnisins en áætlað er að verkið taki 2 ár.
Ljósmynd frá lögreglunni.
01.07.21 Fréttir

Leysingar á Austurlandi – Búðará á Seyðisfirði mórauð

Mælar hafa ekki gefið vísbendingar um umfangsmiklar hreyfingar og vatnshæð í borholum hefur ekki aukist mikið almennt. Að svo stöddu er því ekki talin hætta í byggð en fólki ráðið frá að vera á ferðinni innst við farveg Búðarár. Áfram verður fylgst með aðstæðum af hálfu Veðurstofu.
Friðlýsing verndarsvæðis norðan Dyrfjalla
30.06.21 Fréttir

Friðlýsing verndarsvæðis norðan Dyrfjalla

Föstudaginn 2. júlí klukkan 15:00 mun umhverfis- og auðlindaráðherra undirrita friðlýsingu jarðanna Hrafnabjarga, hluta Sandbrekku, Unaóss og Heyskála á Úthéraði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?