Stefnt er að útgáfu Bóndavörðunnar, jólablaði í byrjun desember.
Hér með er óskað eftir efni til birtingar hvort sem um ræðir auglýsingar, greinar eða myndir.
Bóndavarðan óskar sérstaklega eftir vísum og ljóðum í jólablaðið í ár. Fólk er því hvatt til að setja upp skáldahattinn og deila kveðskap af öllum toga með lesendum Bóndavörðunnar.
Fólk, félagasamtök og fyrirtæki sem ætla að vera með dagskrá eða viðburði í desember í tilefni jóla mega endilega deila því með blaðinu svo jóladagskráin geti verið tekin saman þar á einn stað. Tilvalið er að þarna komi fram jólatilboð og viðburðir, breytingar opnunartíma, uppákomur og annað í tilefni jóla til upplýsinga fyrir lesendur.
Ef þú lumar á efni sem þú telur að lesendur gætu haft gaman af ekki hika við senda til okkar.
Efni skal berast fyrir mánudaginn 22. nóvember, annað hvort í tölvupósti eða bréfleiðis að Skrifstofu Múlaþings Geysi, Bakka 1, 765 Djúpivogur. Sími: 697-5853 / 470-0763.
Tölvupóstur: greta.samuelsdottir@mulathing.is
Verð auglýsinga:
• Heilsíða, 1/1 - 15.000kr.
• Hálfsíða, ½ - 8.000kr.
• 1/3 síða - 5.000kr.
• ¼ síða - 3.000kr.
Efni þarf að berast í síðasta lagi 22. nóvember.