Fara í efni

Yfirlit frétta

Það er fátt betra en að dýfa sér í heitan pott í vetrarkuldanum.
21.12.21 Fréttir

Endurbótum á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum lokið.

Eins og komið hefur fram þá hafa staðið yfir endurbætur á heitum pottum sundlaugarinnar á Egilsstöðum í vetur. Lagfæringum er lokið og pottarnir komnir í fulla virkni og hvetjum við íbúa og gesti Múlaþings til að dýfa sér í þá.
Rafmagnsleysi við Víkurland 21.12.
20.12.21 Fréttir

Rafmagnsleysi við Víkurland 21.12.

Rafmagnslaust verður í Löngulág, Háaurum og Víkurlandi 15 & 16, á Djúpavogi, þriðjudaginn 21.12. desember, frá kl. 10:30 til kl. 11:00 og aftur kl. 14:30 til kl. 15:00 vegna vinnu við dreifikerfi RARIK.
Engar áramótabrennur í ár
20.12.21 Fréttir

Engar áramótabrennur í ár

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur lagt til að engar áramótabrennur verði haldnar á Austurlandi þetta árið í ljósi sóttvarnartakmarkana sem í gildi eru. Með tilliti til þessa og óvissu varðandi þróun smita í samfélaginu hefur öllum brennum í Múlaþingi því verið aflýst.
Ljósmynd Unnar Jósepsson.
17.12.21 Fréttir

Hættuástandi aflýst á Seyðisfirði

Í gær, fimmtudaginn 16. desember, aflýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi óvissustigi á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í desember 2020.
Unglingar í Múlaþingi með þeim fyrstu til að sjá nýjustu Spider man myndina
16.12.21 Fréttir

Unglingar í Múlaþingi með þeim fyrstu til að sjá nýjustu Spider man myndina

“Það er alveg frábært að geta boðið upp á þessa bíósýningu fyrir krakkana okkar og þau eru mjög spennt,” segir Ashley Milne, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar á Seyðisfirði. Á föstudagskvöldið verður ný Spider man mynd frumsýnd víða um heim en áður en filman fer að rúlla í kvikmyndahúsum Evrópu verður sérstök forsýning í Herðubíó fyrir unglinga í Múlaþingi.
Óvissustigi aflétt á Seyðisfirði - íbúafundur á morgun, fimmtudag
16.12.21 Fréttir

Óvissustigi aflétt á Seyðisfirði - íbúafundur á morgun, fimmtudag

// english // Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi aflýsir óvissustigi á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í desember 2020.  Síðasta árið hefur verið unnið að uppbyggingu á bráðavörnum ásamt uppsetningu á mælitækjum sem nema hreyfingar í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.
Ljósmyndari Josh Wood.
16.12.21 Fréttir

Styrkir til menningarstarfs á árinu 2022

Liggur þú á verkefni? Umsóknarfrestur um menningarstyrki Múlaþings rennur út sunnudaginn 19.desember 2021. Ert þú búin/nn að sækja um?
Dagæsluframlag
15.12.21 Fréttir

Dagæsluframlag

Fjölskylduráð Múlaþings samþykkti á fundi sínum 30.11.21 Reglur um daggæsluframlag til foreldra sem ekki hafa fengið vistun fyrir börn sín frá 1 árs aldri hjá dagforeldri eða í leikskóla.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi, covid-19
15.12.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi, covid-19

Tvö ný smit greindust á Austurlandi eftir sýnatöku í fyrradag, annað á Egilsstöðum og hitt á Eskifirði. Báðir þeir er greindust voru í sóttkví. Rakningu frá því um helgina er lokið.
Bókasafn Héraðsbúa.
14.12.21 Fréttir

Frá Bókasafni Héraðsbúa

Um hátíðirnar verður Bókasafn Héraðsbúa lokað 23., 24., 30. og 31. desember. Opið eins og venjulega aðra daga, frá 14 til 19 virka daga. Gleðileg jól.
Getum við bætt efni þessarar síðu?