Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2022 – 2025

10.11.2021 Fréttir

Fjárhagsáætlun 2022 – 2025

Fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2023-2025 lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Múlaþings á fundi þann 10. nóvember 2021 og hefst fundur kl. 14.00. Seinni umræða er áætluð þann 8. desember 2021. Var áætluninn afgreidd af byggðaráði þann 2. nóvember og vísað til fyrri umræðu.

 

Þriggja ára áætlun er hluti af þeirri áætlun sem hér er lögð fram.

 

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2021-2025

  • Rekstrarafkoma A og B hluta samkvæmt fyrirliggjandi tillögu til fyrri umræðu er jákvæð á árinu 2022 um 65 millj. kr. En afkoma af rekstri A hluta er neikvæð um 202 millj. kr.
  • Skatttekjur hækka um 443 millj. kr. á milli ára ef miðað er við samþykkta áætlun fyrir árið 2021 og nema 5.939 millj. kr. sem er 8% hækkun.
  • Útsvarstekjur nema 3.240 millj. kr. og hækka 2,6% miðað við útkomuspá fyrir árið 2021.
  • Áætlað er að fasteignaskattur nemi um 659 millj. kr. sem er 7% hækkun frá 2021.
  • Framlög Jöfnunarsjóðs nema 1.985 millj. kr. sem er 0,2% lækkun frá áætlaðri útkomu 2021.
  • Í útkomuspá launa fyrir árið 2021 er áætluð niðurstaða A hluta um 4.034 millj. kr. en verða um 4.352 millj. kr. á árinu 2022 sem gerir um 7,8% hækkun á milli ára.
  • Framlegð (EBITDA) í A hluta er áætluð 403 millj. kr. eða 5,7% og í samstæðu A og B hluta er framlegð áætluð 1.024 kr. eða 12,8%.
  • Fjárfestingar A hluta nemi 750 millj. kr. nettó samkvæmt forsendum áætlunar
  • Fjárfestingar B hluta nemi um 1.142 millj. kr nettó samkvæmt forsendum áætlunar.

 

Nánar má sjá fyrirliggjandi áætlun hér á heimasíðu Múlaþings

Nánari upplýsingar veita Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, og Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri Múlaþings.

Fjárhagsáætlun 2022 – 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?