Fara í efni

Ráðning garðyrkjustjóra í Múlaþingi

20.08.2021 Fréttir

Starf Garðyrkjustjóra Múlaþings var auglýst í byrjun júlí og rann umsóknarfrestur út 5. ágúst síðast liðinn. Fjórar umsóknir bárust.

Ákveðið hefur verið að ráða Jón Kristófer Arnarson garðyrkjufræðing í starfið. Jón er Austfirðingum kunnur en hann bjó og starfaði um árabil á Austurlandi.

Jón hefur síðustu 14 ár starfað við Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands sem kennari, verkefnastjóri og brautarstjóri, en þar áður starfaði hann sem framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, framkvæmdarstjóri hjá Barra hf. Egilsstöðum, forstöðumaður Ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar ásamt ýmsum öðrum störfum tengdum garðyrkju.

Jón var valinn úr hópi hæfra umsækjenda og óskum við honum innilega til hamingju með starfið.

Jón kemur til starfa hjá Múlaþingi í desember næst komandi.

 

Ráðning garðyrkjustjóra í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?