Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

20. fundur 18. janúar 2023 kl. 15:30 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björg Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnús Gunnlaugsson aðalmaður
  • Hilmir Bjólfur Sigurjónsson aðalmaður
  • Páll Jónsson aðalmaður
  • Rebecca Lísbet Sharam formaður
  • Sonja Bríet Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Sóley Dagbjartsdóttir aðalmaður
  • Sævar Atli Sigurðarson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Valgeir Már Gunnarsson aðalmaður
  • Grímur Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Í upphafi fundar var borin upp tillaga að bæta lið 6 við dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

1.Samtal við félagsmálastjóra

Málsnúmer 202301133Vakta málsnúmer

Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings, kom inn á fundinn og svaraði spurningum varðandi meðal annars akstursþjónustu fatlaðra.

Ungmennaráð þakkar Júlíu fyrir greinargóð svör og upplýsingar um félagsþjónustu Múlaþings.

Eftirfarandi bókun lögð fram. Ungmennaráð telur mikilvægt að akstursþjónusta fatlaðra og eldri borgara sé í sitt hvoru lagi svo hún skarist ekki og að báðir hópar fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Ráðið hvetur sveitarfélagið til að leita leiða til að bæta þessa þjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Júlía Sæmundsdóttir - mæting: 15:30

2.Samtal við íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202301136Vakta málsnúmer

Bylgja Borgþórsdóttir, íþrótta- og æskulýðsstjóri, kom inn á fundinn og fór yfir verkefnin sem framundan eru hjá fjölskyldusviði.

Ungmennaráð þakkar Bylgju fyrir greinargóðar upplýsingar.

Gestir

  • Bylgja Borgþórsdóttir - mæting: 16:00

3.Snjómokstur

Málsnúmer 202301131Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umræða um snjómokstur í Múlaþingi.

Ungmennaráð telur að snjómokstur hafi gengið vel í bæjarkjörnum Múlaþings en alltaf má gera betur. Til dæmis mætti leggja meiri áherslu á að moka gangstéttar og huga að því að þegar það kemur svona mikill snjór eins og raun bar vitni um jólin, að mjög háir skaflar geta hindrað skyggni, bæði fyrir bílaumferð og gangandi vegfarendur, sem getur verið hættulegt.

Ungmennaráð vill einnig beina því til Vegagerðarinnar að mikilvægt sé að hafa réttar upplýsingar á vefnum þeirra um færð og ástand vega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.

Málsnúmer 202101040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umræða um tíðarvörugjöf til ungmenna í Múlaþingi. Í janúar 2021 fékkst styrkur og voru keyptar tíðarvörur sem dreift var í skóla og félagsmiðstöðvar Múlaþings. Ungmennaráð felur starfsmanni og formanni ráðsins að leita eftir styrkjum til að hægt sé að endurtaka þetta framtak.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samráðsfundur við börn á Austurlandi

Málsnúmer 202301135Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundur með Mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Lagt fram til kynningar.

6.Nýir meðlimir ungmennaráðs

Málsnúmer 202109045Vakta málsnúmer

Skipa þarf á ný varafulltrúa frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í ungmennaráð. Karítas Mekkín Jónasdóttir tekur sæti sem varamaður fyrir ME í stað Jónínu Valtingojer.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?