Fara í efni

Snjómokstur

Málsnúmer 202301131

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 20. fundur - 18.01.2023

Fyrir liggur umræða um snjómokstur í Múlaþingi.

Ungmennaráð telur að snjómokstur hafi gengið vel í bæjarkjörnum Múlaþings en alltaf má gera betur. Til dæmis mætti leggja meiri áherslu á að moka gangstéttar og huga að því að þegar það kemur svona mikill snjór eins og raun bar vitni um jólin, að mjög háir skaflar geta hindrað skyggni, bæði fyrir bílaumferð og gangandi vegfarendur, sem getur verið hættulegt.

Ungmennaráð vill einnig beina því til Vegagerðarinnar að mikilvægt sé að hafa réttar upplýsingar á vefnum þeirra um færð og ástand vega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?