Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

7. fundur 07. september 2021 kl. 16:00 - 18:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Guðmundsson formaður
  • Jónína Valtingojer aðalmaður
  • Jóhann Eli Salberg Dánjalsson aðalmaður
  • Júlíus Laxdal Pálsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Lena Lind B. Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Óli Jóhannes Gunnþórsson aðalmaður
  • Rebecca Lísbet Sharam aðalmaður
  • Sigurður Alex Sigurgeirsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Vigdís Diljá Óskarsdóttir
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir
Fundargerð ritaði: Vigdís Diljá Óskarsdóttir Verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Nýjir meðlimir ungmennaráðs

Málsnúmer 202109045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

2.Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277Vakta málsnúmer

Ungmennaráð fagnar áformum um uppsetningu ærslabelgs á Egilsstöðum. Aftur á móti lýsir ráðið yfir vonbrigðum með fyrirhugaða staðsetningu belgsins á æfingasvæði Vilhjálmsvallar. Fyrirhuguð staðsetning er annars vegar hættuleg notendum belgsins vegna þeirrar staðreyndar að þar er t.a.m. æft sleggjukast. Hins vegar skerðir fyrirhugað leiksvæði kastsvæðið, sem m.a. íslandsmethafi í sleggjukasti unglinga notar. Ungmennaráð leggur til að staðsetning belgsins verði endurskoðuð af umhverfis- og framkvæmdaráði. Þá er ráðið tilbúið að bjóða fram aðstoð sína við þessa endurskoðun, t.d. með því að senda fulltrúi frá ungmennum á fund umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Stofnun æskulýðssjóðs

Málsnúmer 202109046Vakta málsnúmer

Ungmennaráð óskar eftir að kannaður verði möguleikinn á að stofna æskulýðssjóð með það að markmiði að styðja við verkefni í heimabyggð sem snúa að ungmennum. Ungmennaráð sæi um úthlutun úr sjóðnum og færi með stjórn hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umferðaröryggi á Egilsstöðum

Málsnúmer 202109047Vakta málsnúmer

Fjölmörg börn og ungmenni þurfa að þvera eina umferðarþyngstu og hættulegustu götu sveitarfélagsins, Fagradalsbrautina, á degi hverjum. Allir skólar og leikskólar Egilsstaða eru öðrum megin við götuna og neyðast því börn sem búa hinum megin við hana til að fara yfir hana til að sækja sér lögbundna menntun.

Það óboðlegt að börn þurfi að koma sér í hættu við það að fara í skólann gangandi eða hjólandi. Dæmi eru um að foreldrar meini börnum sínum að fara gangandi eða hjólandi í skólann vegna þeirrar áhættu sem því fylgir. Það gerir það að verkum að foreldrar aka börnum sínum í skólann með tilheyrandi umferðaröngþveiti og umhverfisspjöllum.

Í samræmi við Umferðaröryggisáætlun 2017-2021 sem unnin var fyrir Fljótsdalshérað krefst ungmennaráð aðgerða, svo koma megi í veg fyrir slys á vegfarendum Fagradalsbrautar. Aðgerðir gætu verið í formi undirgangna, þar sem nú er gangbraut við gatnamót Fagradalsbrautar og Tjarnarbrautar eða göngubrú yfir Fagradalsbraut á sama stað. Ungmennaráð leggur sérstaka áherslu á, að sú lausn sem fundin verður á þessu máli, henti hreyfihömluðum. Ungmennaráð býður fram aðstoð sína við ákvarðanatöku þessa, þar sem málið varðar ungmenni beint.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tómstundastyrkur til líkamsræktar

Málsnúmer 202109048Vakta málsnúmer

Ungmennaráð leggur til að tómstundastyrkur gangi upp í líkamsræktarkort líkt og heimilt er fyrir skipulagða
tómstundaiðkun. Með því væri stuðlað að bættri heilsu ungmenna og möguleikar á fjölbreyttari hreyfingu auknir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Alþingiskosningar 2021

Málsnúmer 202109049Vakta málsnúmer

Ég kýs stóð fyrir skuggakosningum í Menntaskólann á Egilsstöðum.

Starfsmaður ungmennaráðs mun, fyrir hönd ráðsins, senda spurningar ráðsins á öll framboð. Spuringar sem sendar verða eru eftirfarandi:

1. Hvort myndir þú/þið frekar klæðast buffi samfleitt í heilt ár, eða ferðast allra ykkar leiða á hlaupahjóli?
2. Hver eru ykkar helstu stefnumál fyrir næsta kjörtímabil?
3. Er ykkar framboð mótfallið eða fylgjandi lækkun kosningaaldurs til 16 ára aldurs í alþingiskosningum?
4. Hverjar eru ykkar áherslur í umhverfismálum? Hvernig ætlið þið að beita ykkur fyrir því að Ísland standi við sínar skuldbindingar í loftslagsmálum?

Svörin sem berast verða birt á samfélagsmiðlum ráðsins

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ungmennaþing 2021

Málsnúmer 202102207Vakta málsnúmer

Ungmennaráð fékk styrk fyrir ungmennaþingi undir yfirskriftinni "Hvað þýðir þessi sameining fyrir okkur?" upp á 5 milljón krónur. Ekki er unnt að halda þingið að svo stöddu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

8.Loftslagvá - lausnir og listsköpun

Málsnúmer 202109107Vakta málsnúmer

Smiðjan kynnt fyrir ungmennaráðinu.

Lagt fram til kynningar.

9.Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219Vakta málsnúmer

Ungmennaráð lýsir yfir gríðarlegri ánægju með þá frábæru ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja tillögu ungmennaráðs um að Múlaþing gerist barnvænt sveitarfélag. Ungmennaráð óskar eftir að hafa eins mikla aðkomu að verkefninu og unnt er.

Ráðið áréttar þó að æskilegt sé að yfirumsjá verkefnisins sé á herðum starfsmanns sem hafi þetta verkefni eitt. Í kynningum ungmennaráðs á barnvænum sveitarfélögum var ætíð talað um starfsmann í að minnsta kosti 70% starfi sem verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags.

Ráðið óskar eftir að gert sé ráð fyrir starfsmanni í Barnvænt sveitarfélag í fjárhagsáætlun 2022.

Samþykkt samhljóða með handa uppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?