Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

17. fundur 24. mars 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir starfsmaður
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einu máli, Grenndarkynning, Djúpivogur, Kross, við dagskrá fundarins og verður það nr. 12 á dagskránni.
Ekki voru gerðar athugasemdir við það.

Jafnframt lagði formaður til að mál nr. 15 yrði tekið af dagskrá vegna skorts á gögnum. Ekki voru gerðar athugademdir við það og uppfærist þá röð fundarmála samkvæmt því.

María Markúsdóttir starfsmaður og Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir liðum nr. 3-20.

1.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir breytingar á áður kynntum bráðaframkvæmdum vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Breytingarnar felast í nýjum skurði ofan við ytri hluta Botnahlíðar og að færa til neðsta hlutann á farvegi Búðarár og gera nýjan stokk undir Hafnargötu. Fram kom að munabjörgun er lokið á svæðinu.

Lagt fram til kynningar.

2.Sumarleyfi umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202102242Vakta málsnúmer

Farið yfir fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs fram að áformuðu sumarleyfi ráðsins og fyrstu fundi að því loknu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vegna páskaleyfis verði ekki haldinn fundur 30. mars en næsti fundur ráðsins verði 7. apríl. Eftir það verði fundað samkvæmt áætlun alla miðvikudaga, nema þegar sveitarstjórn fundar, til og með 30. júní. Eftir það verði næst fundað 4. ágúst og svo samkvæmt áætlun eftir það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur vinnslutillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna efnisnámu í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagða tillögu með þeirri breytingu að ekki verði vísað til einstakra verktaka sem komi til með að nýta námuna og að HEF veitum verði bætt við lista umsagnaraðila. Tillögunni er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Kynningu skipulagslýsingar og vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps við Gamla frystihúsið er lokið.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Fjarðabyggð, Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands.
Athugasemdir bárust frá Christer Magnusson, Eygló Rúnarsdóttur fh. eigenda Bjargs og Trausta Hafsteinssyni og Rún Kormáksdóttur eigendum Brautarholts.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulagsfulltrúa er falið að láta taka saman drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum, sem lagðar verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer

Kynningu lýsingar og vinnslutillögu er lokið. Umsagnir bárust frá Haust, Vegagerðinni, Fjarðabyggð, Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands.
Athugasemdir bárust frá KSK eignum, Svandísi Egilsdóttur og Sigrúnu Ólafsdóttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulagsfulltrúa er falið að láta taka saman drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum, sem lagðar verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Seyðisfjörður_Hlíðarvegur deiliskipulag_óveruleg breyting

Málsnúmer 202012083Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið. Umsögn barst frá HEF og athugasemd barst frá Sesselju Hlín Jónasdóttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með hliðsjón af fram komnum athugasemdum, að falla frá fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Seyðisfjörður_Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Fornleifaskráning vegna deiliskipulags við Garðarsveg á Seyðisfirði lögð fram til kynningar.

8.Deiliskipulag, Álfaás

Málsnúmer 202103149Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfaás á Fljótsdalshéraði. Tillagan var áður auglýst árið 2017 en ekki auglýst í B-deild stjórnartíðinda og hefur því ekki öðlast gildi. Tillagan hefur verið uppfærð með minniháttar breytingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst að nýju í samræmi við 31. gr. sbr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320Vakta málsnúmer

Umsögn Skipulagsstofnunar hefur borist og þarf að bregðast við nokkrum atriðum. Umsögnin hefur verið send skipulagsráðgjafa til skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta gera lagfæringar á skipulaginu í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar og jafnframt skoða möguleika á breytingum í tengslum við þörf fyrir orkuskipti. Málið verður tekið fyrir í ráðinu á ný þegar tillögur liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fyrirspurn um byggingu skemmu við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 202102157Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Orkusölunni um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Lagarfossvirkjun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og HAUST. Með vísan til áberandi staðsetningar nærri þjóðvegi verði tillagan jafnframt grenndarkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Úlfsstaðaskógur nýtt sumarhúsahverfi

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi dagsett 13.11.2019 sem varðar nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Fram kemur að óskað sé eftir því að tekið verði tillit til slíkra áforma við endurskoðun aðalskipulags sem þá var í farvatninu. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarsvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að við gerð aðalskipulags Múlaþings verði tekið tillit til áforma um nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Ráðið heimilar einnig að unnin verði sérstök breyting á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags, óski landeigandi eftir því. Málinu er vísað sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu hvað varðar aðalskipulag og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Grenndarkynning, Djúpivogur, Kross

Málsnúmer 202103168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi Djúpavogskirkju um fyrirhugaða uppsetningu á krossi utan við kirkjuna. Framkvæmdin er tilkynningaskyld til byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á áformunum en leggur áherslu á að endurbætt gögn sem sýni betur afstöðu og útlit fyrirhugaðrar framkvæmdar verði lögð fyrir heimastjórn. Umsagnaraðili verði arkitekt kirkjunnar. Með vísan til áberandi staðsetningar nærri þjóðvegi verði tillagan jafnframt grenndarkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi-Ljósleiðari á Efra Jökuldal,

Málsnúmer 202103076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá HEF um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Efra Jökuldal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Seyðisfjörður, Grenistangi

Málsnúmer 202103158Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Múlaþingi um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Grenistanga í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Gangandi umferð yfir bílaplan leikskólans Seyðisfirði

Málsnúmer 202103110Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Seyðisfjarðar þar sem umhverfis- og framkvæmdaráði er falið að finna viðundandi lausn á umferðaröryggi við leikskólann á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar bréfritara fyrir ábendinguna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta gera tillögu að úrbótum á svæðinu sem tekin verði fyrir í ráðinu fyrir sumarið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Tjón á birgðastöð Olíudreifingar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202103124Vakta málsnúmer

Málinu er frestað til næsta fundar ráðsins.

17.Deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða

Málsnúmer 202102217Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við fyrispurn ungmennaráðs varðandi stöðu miðbæjarskipulags á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur ritara sviðsins að uppfæra drög að svörum til ungmennaráðs í samræmi við umræður á fundinum og að því loknu senda svörin til ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni um umsögn um vinnslutillögu fyrir endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar. Tillagan er eingöngu sett fram á stafrænu formi og má sjá á slóðinni: https://fjardabyggd.alta.is/

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Móttaka á sorpi á hafnasvæðum

Málsnúmer 202103056Vakta málsnúmer

Erindi frá Hafnarsambandi Íslands varðandi flokkun sorps í tengslum við móttökur smærri skipa og báta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að láta taka saman upplýsingar um stöðu sorpmála í höfnum sveitarfélagsins og mögulegar úrbætur ef þörf er á. Samantektin verður lögð fyrir fund ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda

Málsnúmer 202103143Vakta málsnúmer

Áskorun frá Samtökum iðnaðarins um að endurákvarða álagningu stöðuleyfisgjalda í samræmi við nýlega úrskurði umhverfis- og auðlindamála.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd