Fara í efni

Seyðisfjörður_Hlíðarvegur deiliskipulag_óveruleg breyting

Málsnúmer 202012083

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Formaður kynnti fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði hugmynd að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Hlíðarveg á Seyðisfirði. Breytingin er fólgin í því að breyta húsnúmerum á lóðum nr. 8 til 12, heimila parhús á lóðum númer 2, 4 og 6 og hugsanlega setja kröfur um grundun í greinargerð með skipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta útbúa tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru á fundinum. Gögnin verði lögð fyrir næsta fund ráðsins þar sem afstaða verði tekin til grenndarkynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði. Með breytingunni er m.a. gert ráð fyrir að þremur einbýlishúsalóðum verði breytt í lóðir fyrir parhús. Þar sem um óverulega breytingu er að ræða er gert ráð fyrir grenndarkynningu í stað auglýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta kanna hvort rétt sé að breyta fleiri einbýlishúsalóðum í lóðir fyrir rað- eða parhús. Málið verði afgreitt á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 12. fundur - 10.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði. Með tillögunni er gert ráð fyrir að þrjár einbýlishúsalóðir við Múlaveg, númer 54, 56 og 58, verði gerðar að tveimur parhúsalóðum. Þá verður gerð breyting á húsnúmerum við Hlíðarveg og bætt inn ákvæði í skilmála er snýr að grundun húsa á skipulagssvæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að skýrt komi fram að ákvæði um grundun eigi við um allar lóðir á skipulagssvæðinu. Grenndarkynning nái til eigenda fasteigna við Hlíðarveg og við Múlaveg, númer 50 og 60. Tillagan verði send heimastjórn Seyðisfjarðar og HEF til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 5. fundur - 15.02.2021

Fyrir heimstjórn Seyðisfjarðar liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði. Með tillögunni er gert ráð fyrir að þrjár einbýlishúsalóðir við Múlaveg, númer 54, 56 og 58, verði gerðar að tveimur parhúsalóðum. Þá verður gerð breyting á húsnúmerum við Hlíðarveg og bætt inn ákvæði í skilmála er snýr að grundun húsa á skipulagssvæðinu. Fyrir heimastjórn liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að skýrt komi fram að ákvæði um grundun eigi við um allar lóðir á skipulagssvæðinu. Grenndarkynning nái til eigenda fasteigna við Hlíðarveg og við Múlaveg, númer 50 og 60. Tillagan verði send HEF til umsagnar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Farið yfir athugasemdir sem borist hafa í yfirstandandi grenndarkynningu.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Grenndarkynningu er lokið. Umsögn barst frá HEF og athugasemd barst frá Sesselju Hlín Jónasdóttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með hliðsjón af fram komnum athugasemdum, að falla frá fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 9. fundur - 12.04.2021

Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur fram eftirfarandi tillögu: Með hliðsjón af fram komnum athugasemdum, að fallið verði frá fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi.

Heimastjórn samþykkir tillöguna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?