Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

1. fundur 21. október 2020 kl. 10:00 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir starfsmaður
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen fundarritari
  • Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hugrún Hjálmarsdóttir Framkvæmda- og umhverfismálastjóri

1.Fundir umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202010483Vakta málsnúmer

Fram kom á fundinum að fastanefndir sveitarfélagsins munu funda vikulega, að frátöldum þeim vikum þar sem sveitarstjórnarfundir fara fram og svo hefðbundnum jóla- og sumarleyfum. Að jafnaði verði fundir ráðsins 2-3 tímar, fundarboð send út á föstudögum og almennt verði aðeins tekin á dagskrá mál sem eru tilbúin til umræðu og afgreiðslu þegar fundurinn er boðaður. Frá þessu geta þó orðið frávik, í samræmi við gildandi reglur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Nefndin samþykkir að fastur fundatími hennar utan jóla- og sumarleyfa, verði á miðvikudögum að frátöldum 2. miðvikudegi hvers mánaðar þegar sveitarstjórn fundar. Almennt verður um fjarfundi að ræða sem hefjast klukkan 8:30. Verði ákveðið að halda staðarfundi þá hefjast þeir kl 10:00 og fundarstaður verður boðaður í hvert sinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Kaupfélagslóð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010410Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Fyrir nefndinni liggur að taka ákvörðun um grenndarkynningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna breytinga á verslunarhúsnæði gamla kaupfélagsins á Borgarfirði Eystra. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru Minjastofnun, Vinnueftilitið, HAUST og Brunavarnir á Austurlandi. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Fiskmóttaka(FKS), Steinholt og Kögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Furuvellir 5 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 202010302Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingarleyfi. Fyrir nefndinni lá að taka afstöðu til grenndarkynningar. Um er að ræða smáhýsi úr timbri, allt að 20 m2. Samkvæmt viðkomandi ákvæði byggingarreglugerðar er heimilt að reisa smáhýsi án byggingarleyfis sé það innan við 15 m2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fram lagðri tilkynningu frá, þar sem framkvæmdin sem þar er lýst fellur ekki innan undanþágu byggingarreglugerðar fyrir framkvæmdum án byggingarleyfis skv. ákvæði 2.3.5. Byggingarfulltrúa er falið að upplýsa tilkynnanda um afgreiðslu ráðsins og leiðbeina honum um næstu skref.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


4.Egilssel 17 beiðni um stækkun á lóð

Málsnúmer 202010474Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stækkun lóðar við Egilssel 17.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Egilssel 6, 13 og 15.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Bláargerði 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010295Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um sameiningu tveggja einbýlishúsa lóða við Bláargerði 24 og 26 auk áforma og byggingarumsóknar um 4 íbúða raðhús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð metur nauðsynlega breytingu á gildandi deiliskipulagi óverulega og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir eigendum aðliggjandi fasteigna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Umsagnaraðili er HEF. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Bláargerði 22.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Unalækur, lóð B8 breyting

Málsnúmer 202010472Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framvkæmdaráði liggur fyrir umsókn um breytingu á byggingarreit við Unalæk lóð B8. Breyting felur í sér tilfærslu á bygginarreit um tíu metra til suðurs innan lóðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð metur breytinguna sem um ræðir óverulega og samþykkir hana með vísan til 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


7.Deiliskipulag, Eyvindará II

Málsnúmer 202010442Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Eyvindará II. Umsögn Minjastofnunar hefur borist og gerir stofnun ekki athugasemd við tillögu. Öðrum athugasemdum sem gerðar voru við tillögu hefur verið svarað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Tillaga að afgreiðslu:

Lögð er fram fundargerð af vinnufundi skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins (Alta) með Vegagerðinni. Einnig var á fundinum gert grein fyrir því að verkfræðistofunni Eflu hefur verið falið að vinna fyrir hönd sveitarfélagsins að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga.

Lagt fram til kynningar.

9.Vesturvegur 4 - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202010490Vakta málsnúmer

Tillaga að afgreiðslu:

Lögð er fram staðfesting Skipulagsstofnunar á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Vesturvegar 4.

Lagt fram til kynningar.



10.Geymslurými fyrir stofnanir sveitarfélagsins

Málsnúmer 202010488Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdráði lá minnisblað starfsmanna sveitarfélagsins um þörf á geymsluhúsnæði fyrir Minjasafn Austurlands, Héraðsskjalasafn Austfirðinga og áhaldahús sveitarfélagsins á Egilsstöðum. Einnig lagðar fram upplýsingar um húsnæði sem mögulegt er að fá keypt með þetta í huga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að brýn þörf sé á að koma upp fullnægjandi geymsluhúsnæði sem þjónað geti söfnum á Egilsstöðum og eignasjóði sveitarfélagsins með einum eða öðrum hætti. Fyrir liggur að ekki er gert ráð fyrir slíkri fjárfestingu í fjárhagsáætlunum fyrir yfirstandandi ár.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Jafnframt er yfirmanni eignasjóðs falið að afla frekari upplýsinga um kostnað við hugsanleg kaup og standsetningu húsnæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?