Fara í efni

Geymslurými fyrir stofnanir sveitarfélagsins

Málsnúmer 202010488

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 1. fundur - 21.10.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdráði lá minnisblað starfsmanna sveitarfélagsins um þörf á geymsluhúsnæði fyrir Minjasafn Austurlands, Héraðsskjalasafn Austfirðinga og áhaldahús sveitarfélagsins á Egilsstöðum. Einnig lagðar fram upplýsingar um húsnæði sem mögulegt er að fá keypt með þetta í huga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að brýn þörf sé á að koma upp fullnægjandi geymsluhúsnæði sem þjónað geti söfnum á Egilsstöðum og eignasjóði sveitarfélagsins með einum eða öðrum hætti. Fyrir liggur að ekki er gert ráð fyrir slíkri fjárfestingu í fjárhagsáætlunum fyrir yfirstandandi ár.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Jafnframt er yfirmanni eignasjóðs falið að afla frekari upplýsinga um kostnað við hugsanleg kaup og standsetningu húsnæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Málið var áður á dagskrá 1. fundar ráðsins þann 21.10.2020. Yfirmaður eignasjóðs gerði grein fyrir stöðu málsins og þeim hugmyndum sem uppi eru varðandi framhaldið.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?