Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

35. fundur 20. október 2021 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Björn Ingimarsson sat fundinn undir lið nr. 1 og Freyr Ævarsson undir liðum nr. 2-3.

Hildur Þórisdóttir vék af fundi kl.11:30 og tók ekki þátt afgreiðslu mála nr. 9-12.

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti tillögur að fjárfestingaáætlun fyrir árið 2022 og til næstu þriggja ára. Jafnframt lá fyrir fundinum uppfærð tillaga að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022 og til næstu þriggja ára. Einnig kynnti hafnarstjóri drög að rekstrar- og fjárfestingaáætlun fyrir hafnir Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að fjárhagsáætlun hafna Múlaþings. Einnig fyrirliggjandi tillögu að fjárfestingaáætlun A-hluta sveitarfélagsins og fyrirliggjandi drög að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022. Framangreindu er vísað til byggðarráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum

Málsnúmer 202106125Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. október sl. kynnir verkefnastjóri umhverfismála tillögu að verklagi við mótun og setningu loftslagsstefnu Múlaþings ásamt drögum að tímalínu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að unnin verði loftslagsstefna fyrir starfsemi sveitarfélagsins. Stofnaður verður sérstakur starfshópur sem vinna mun tillögur að stefnunni. Ráðið samþykkir að kalla eftir tilnefningum eins fulltrúa frá hverju framboði sem fulltrúa á í sveitarstjórn og þremur fulltrúum frá ungmennaráði Múlaþings. Drög að endanlegri skipan starsfhópsins og erindisbréfi hans verði lögð fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð til staðfestingar. Starfshópurinn skal skila tillögum í mars 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 202101159Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála kom inn á fundinn og kynnti minnisblað um vinnuskóla Múlaþings á liðnu sumri og hugmyndir um fyrirkomulag næsta sumars.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnisstjóra umhverfismála að móta í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsstjóra tillögur um fyrirkomulag vinnuskóla Múlaþings árið 2022 og leggja þær fyrir fund ráðsins 17. nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Heimastjórn Seyðisfjarðar - íbúafundur

Málsnúmer 202110029Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar dags. 11. október 2021 varðandi niðurstöður frá íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Herðubreið 30. september 2021.
Fyrir ráðinu liggur að taka til umræðu málefni af fundinum er varða hitaveitumál, stöðu og verklag við framkvæmdir í bænum auk umhverfisásýndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur brýnt að sem fyrst verði mótuð framtíðarstefna um fyrirkomulag húshitunar á Seyðisfirði. Mikilvægt er að sem fyrst verði hafnar viðræður við RARIK um málið og telur ráðið rétt að sveitarstjóri Múlaþings leiði þá vinnu. Jafnframt telur ráðið skynsamlegt að sveitarfélagið feli HEF Veitum að gera úttekt á mismunandi húshitunarkostum á Seyðisfirði og vísar þeirri tillögu til byggðarráðs til skoðunar.
Tillögum frá íbúafundi er varða ásýnd og umhirðu í bænum er vísað til undirbúningsvinnu við hreinsunarátak næsta árs og til nýs garðyrkjustjóra sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing dags. 13. október 2021 vegna breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja bókanir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og sveitastjórnar Múlaþings varðandi nýtt deiliskipulag fyrir hreinsivirki við Melshorn á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 29. sept sl.

Málið er áfram í vinnslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

7.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 202109106Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun byggðaráðs frá 28. september síðastliðinn þar sem því er beint til ráðsins að taka til umfjöllunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því að fulltrúi Orkusölunnar komi til fundar við ráðið og kynni áform fyrirtækisins um vindorkunýtingu við Lagarfossvirkjun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um stofnun lóðar, Melrakkanes

Málsnúmer 202110103Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn dags. 30. september 2021 um stofnun lóðar úr landi Melrakkanes L159344.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að láta stofna lóðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá Fjarðarbyggð dags. 23. september 2021 við tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem nú er auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er eingöngu sett fram á stafrænu formi og má sjá á slóðinni: https://fjardabyggd.alta.is/tillaga

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að nauðsynlegt er að fara betur yfir mörk sveitarfélaganna og yfirfara samræmi á skipulagsáætlunum og þeim innviðum sem þar tengjast. M.a. virðist vanta tengingar orku- og fjarskipta frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar á kortið og einnig þyrfti að fara yfir gönguleiðir sem eru markaðar milli sveitarfélaganna á mörkum þeirra. Að öðru leyti gerir Múlaþing ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Aðalfundur NAUST 2021- Ályktanir

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Ályktanir frá aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands lagðar fram til kynningar.

11.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 23. september 2021 lögð fram til kynningar.

12.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fundargerð frá fundi byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ frá 13. sept sl. lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?