Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

30. fundur 01. september 2021 kl. 08:30 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Í upphafi fundar bar formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs upp tillögu að breyttri dagskrá þar sem málum nr. 1, Neysluvatn í Múlaþingi, nr. 2, Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg, nr. 4, Deiliskipulag Álfaás, nr. 5, Deiliskipulag Steinaborg og nr. 8, Ártún 10-16 Umsókn um byggingarleyfi væri bætt inn á dagskrá fundarins.
Enginn gerði athugasemd við tillöguna og skoðaðist hún samþykkt.

1.Neysluvatn í Múlaþingi, staðan í lok sumars

Málsnúmer 202108123Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu vatnsbóla í sveitarfélaginu í kjölfar mikilla þurrka á liðnu sumri. Fyrir ráðinu liggur tölvupóstur frá Aðalsteini Þórhallssyni, framkvæmdastjóra HEF, þar sem hann fer yfir stöðuna. Fram kom að staða vatnsbóla í þéttbýli er í lagi, þó síst á Borgarfirði eystri þar sem fyrirtæki hafa verið beðin að fara sparlega með vatn. Þá er staðan ekki góð á nokkrum lögbýlum og líklegt að svo sé víðar en þar sem HEF hefur upplýsingar um.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar upplýsingar og leggur áherslu á að grannt sé fylgst með stöðu vatnsbóla sem sveitarfélagið ber ábyrgð á. Jafnframt hvetur ráðið þá íbúa sveitarfélagsins sem ekki eru tengdir vatnsveitum þess að fylgjast vel með og láta vita ef í óefni stefnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Borist hefur uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna Gamla Frystihússins. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til tillögunnar og auglýsingu hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan verði jafnframt send heimastjórn Borgarfjarðar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs - breyting - Álfaás á Völlum

Málsnúmer 202108068Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til lýsingar og vinnslutillögu og taka ákvörðun um auglýsingu og kynningu. Tillagan var áður auglýst árið 2017 en tillagan var ekki send til Skipulagsstofnunar og þarf því að vinna breytinguna að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að lýsing og vinnslutillaga verði auglýst og kynnt í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan verði jafnframt send heimastjórn Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Álfaás

Málsnúmer 202103149Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga vegna deiliskipulags fyrir Álfaás lögð fram til kynningar samhliða afgreiðslu á aðalskipulagsbreytingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt samhliða kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar fyrir sama svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Vesturvegar 4. Auglýsingu tillögunnar lauk þann 20.ágúst 2021 án athugasemda. Beðið er umsagnar Minjastofnunar Íslands við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að breyttu aðalskipulagi í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Steinaborg

Málsnúmer 202104051Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur uppfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir Steinaborg þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Minjastofnunar Íslands. Auglýsingu tillögunnar lauk þann 23.júlí sl. án annarra athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Steinaborg í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag, óveruleg breyting, Egilsstaðir, Votihvammur, Ártún 10-16

Málsnúmer 202106190Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 30. júní sl. og samþykkti ráðið þá að láta gera óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá fyrri áformum um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ártún 10 -16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202106205Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi að Ártúni 10-16 á Egilsstöðum sem víkur frá gildandi skilmálum viðkomandi byggingarreits eins og þeir eru settir fram í deiliskipulagi. Frávikið felst í því að óskað er eftir að við tvær af fjórum íbúðum í húsinu verði sambyggðir bílskúrar. Að öðru leyti rúmast byggingaráformin innan skipulagsskilmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Samþykkið miðast við að umsækjandi falli frá byggingarrétti á frístandandi bílskúrum sem gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fyrirspurn um byggingu skemmu við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 202102157Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Orkusölunni ehf. dags. 26.8.21 um að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna Lagarfossvirkjunar. Umhverfis- og framkvæmdaráð og heimastjórn Fljótsdalshéraðs höfðu áður samþykkt óverulega breytingu á umræddu deiliskipulagi að undangenginni grenndarkynningu. Hin nýja tillaga víkur frá þeirri tillögu að því leyti að mænishæð fyrirhugaðrar skemmubyggingar verður 10m í stað 8m. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Breytingartillagan sem um ræðir hefur áður fengið afgreiðslu og var samþykkt hjá umhverfis- og framkvæmdaráði 26. maí sl. og staðfest af heimastjórn Fljótsdalshéraðs á fundi 31. maí. Engar athugasemdir komu fram við grenndarkynningu á þeirri tillögu.
Í ljósi þess að hin nýja breyting víkur óverulega frá fyrri tillögu og með tilliti til staðsetningar fyrirhugaðra framkvæmda samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að breytingin kalli ekki á endurtekna kynningu. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar þannig breytta. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Borgarland 30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202108008Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Borgarland 30 á Djúpavogi. Deiliskipulag er í gildi á svæðinu og er umsóknin í ósamræmi við það en í tölvupósti frá umsækjanda kemur fram að hann óskar eftir að byggingarreitur verði stækkaður þannig að fyrirhuguð framkvæmd rúmist innan hans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að unnin verði tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem byggingarreitur á Borgarlandi 30 verði stækkaður til að rúma áform umsækjanda. Tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning verði send til eigenda húsa númer 9, 11, 13, 28, 32A og 32B við Borgarland. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Brávellir 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010225Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð byggingaráform við Brávelli 3 á Egilsstöðum voru grenndarkynnt í apríl/maí 2020. Byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út vegna skorts á gögnum frá málsaðila því þarf að taka afstöðu til nýrrar grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta endurtaka grenndarkynningu skv. fyrirmælum 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Grenndarkynning verði send til eigenda húsa númer 1, 2, 4, 5 og 6 við Brávelli. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð, Egilsstaðir, Bláargerði 34

Málsnúmer 202108092Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um einbýlishúsalóð að Bláargerði 34 á Egilsstöðum dagsett 24. ágúst 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari, Jökuldalur og Jökulsárhlíð

Málsnúmer 202107055Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum dagsett 14. júlí 2021 vegna lagningar ljósleiðara í Jökuldal og Jökulsárhlíð.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þessi að fyrirhuguð framkvæmd fer á nokkrum stöðum fram á svæðum á C-hluta náttúruminjaskrár samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð, í samræmi við fyrirmæli 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, að óska eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs (sem náttúruverndarnefnd) vegna umsóknarinnar. Jafnframt bendir ráðið umsækjanda á að leita álits Skipulagsstofnunar á því hvort framkvæmdin falli í flokk 10.16 í fyrsta viðauka með lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og sé þar með tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um framkvæmdaleyfi, jarðstrengur og vegslóði, Brúarháls

Málsnúmer 202108111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Neyðarlínunni ohf. dagsett 27. ágúst 2021 vegna strenglagnar frá öryggismastri á Brúarhálsi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi þegar umsögn minjavarðar og fullnægjandi gögn hafa borist. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?