Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari, Jökuldalur og Jökulsárhlíð

Málsnúmer 202107055

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 30. fundur - 01.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum dagsett 14. júlí 2021 vegna lagningar ljósleiðara í Jökuldal og Jökulsárhlíð.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þessi að fyrirhuguð framkvæmd fer á nokkrum stöðum fram á svæðum á C-hluta náttúruminjaskrár samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð, í samræmi við fyrirmæli 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, að óska eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs (sem náttúruverndarnefnd) vegna umsóknarinnar. Jafnframt bendir ráðið umsækjanda á að leita álits Skipulagsstofnunar á því hvort framkvæmdin falli í flokk 10.16 í fyrsta viðauka með lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og sé þar með tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 13. fundur - 06.09.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum dagsett 14. júlí 2021 vegna lagningar ljósleiðara í Jökuldal og Jökulsárhlíð.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.9. 2021:
Í ljósi þessi að fyrirhuguð framkvæmd fer á nokkrum stöðum fram á svæðum á C-hluta náttúruminjaskrár samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð, í samræmi við fyrirmæli 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, að óska eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs (sem náttúruverndarnefnd) vegna umsóknarinnar. Jafnframt bendir ráðið umsækjanda á að leita álits Skipulagsstofnunar á því hvort framkvæmdin falli í flokk 10.16 í fyrsta viðauka með lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og sé þar með tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 32. fundur - 22.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum dagsett 14. júlí 2021 vegna lagningar ljósleiðara í Jökuldal og Jökulsárhlíð. Málið var áður á dagskrá ráðsins 1. september sl. þar sem samþykkt var að kalla eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs (sem náttúruverndarnefnd) þar sem hluti framkvæmdarinnar verður á svæðum sem tilheyra C-hluta náttúruminjaskrár. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun hafa skilað umsögnum án athugasemda. Einnig liggja fyrir í málinu tvær umsagnir frá Minjastofnun Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og að farið verði að skilyrðum sem fram koma í umsögnum Minjastofnunar Íslands um aðgát og merkingar á þekktum fornminjum á og við framkvæmdasvæði. Jafnframt verði litið til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og þess gætt að eftir plægingar þar sem er vatnshalli myndist ekki vatnsrás. Áskilið er að plæging fari ekki fram á varptíma.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 14. fundur - 04.10.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum dagsett 14. júlí 2021 vegna lagningar ljósleiðara í Jökuldal og Jökulsárhlíð. Málið var áður á dagskrá ráðsins 1. september sl. þar sem samþykkt var að kalla eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs (sem náttúruverndarnefnd) þar sem hluti framkvæmdarinnar verður á svæðum sem tilheyra C-hluta náttúruminjaskrár. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun hafa skilað umsögnum án athugasemda. Einnig liggja fyrir í málinu tvær umsagnir frá Minjastofnun Íslands.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 22.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og að farið verði að skilyrðum sem fram koma í umsögnum Minjastofnunar Íslands um aðgát og merkingar á þekktum fornminjum á og við framkvæmdasvæði. Jafnframt verði litið til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og þess gætt að eftir plægingar þar sem er vatnshalli myndist ekki vatnsrás. Áskilið er að plæging fari ekki fram á varptíma.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um framkvæmdina en leggur áherslu á að tekið verið tillit til þeirra ábendinga sem koma fram hjá umhverfis- og framkvæmdaráði og að allur frágangur eftir framkvæmdir verði vandaður. Heimastjórn beinir því til framkvæmdaaðila að haft verði samráð við Umhverfisstofnun um úttekt á framkvæmdinni m.t.t. frágangs á svæðum á náttúruminjaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?