Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

26. fundur 10. ágúst 2022 kl. 14:00 - 16:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson sveitarstjóri

1.Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi

Málsnúmer 202206215Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 168. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þar sem tillaga að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi var samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarfélagsins. Jafnframt liggja fyrir drög að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi og felur verkefnastjóra umhverfismála að koma fyrirliggjandi samþykkt í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að skipun undirkjörstjórna í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Í samræmi við ákvæði 17. gr. kosningalaga nr. 112/2021 kýs sveitarstjórn eftirtalda í undirkjörstjórnir:

Undirkjörstjórn á Borgarfirði
Aðalmenn
Elísabet D. Sveinsdóttir
Sigurlaug Margrét Bragadóttir
Sigurður Högni Sigurðsson
Varamenn
Alda Marín Kristinsdóttir
Ragna S. Óskarsdóttir
Irena Boiko

Undirkjörstjórn á Djúpavogi
Aðalmenn:
Egill Egilsson
Kristrún Gunnarsdóttir
Ólöf Vilbergsdóttir
Varamenn:
Sóley Dögg Birgisdóttir
Unnþór Snæbjörnsson
Hera Líf Liljudóttir

Undirkjörstjórn á Fljótsdalshéraði, kjördeild 1
Aðalmenn:
Lovísa Hreinsdóttir
Eydís Bjarnadóttir
Ingvar Skúlason
Varamenn:
Maríanna Jóhannsdóttir
Brynjar Árnason
Vignir Elvar Vignisson

Undirkjörstjórn á Fljótsdalshéraði, kjördeild 2
Aðalmenn:
Inga Rós Unnarsdóttir
Stefán Þór Hauksson
Agnar Sverrisson
Varamenn:
Baldur Grétarsson
Hlynur Ármannsson
Anna Dís Jónsdóttir

Undirkjörstjórn á Seyðisfirði
Aðalmenn:
Ólafía Stefánsdóttir
Unnur Óskarsdóttir
Þorkell Helgason
Varamenn:
Auður Brynjarsdóttir
Elena Pétursdóttir
Guðjón Már Jónsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um útskiptingu lóðar úr Múla 3

Málsnúmer 202208011Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur og gögn, dagsett 2.8. 2022, frá Jóhanni Fannari Guðjónssyni hjá AX lögmannsstofu, þar sem óskað er eftir, fyrir hönd Heiðarlax ehf, útskiptingu lóðar í landi Múla 3 Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, í samræmi við ákvæði 4.gr. í Viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings, að vísa fyrirliggjandi beiðni um útskiptingu lóðar úr Múla 3 til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir, Pétur Heimisson, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þeirrar umræðu sem að undanförnu hefur átt sér stað bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem fram hafa komið m.a. fullyrðingar um að fyrirhuguð gangnagerð undir Fjarðarheiði sé ekki vænlegur kostur vill sveitarstjórn Múlaþings koma eftirfarandi á framfæri.

Fyrirhuguð göng undir Fjarðarheiði byggja á vandaðri vinnu verkefnishóps um undirbúning að ákvarðanartöku um Seyðisfjarðargöng er skipaður var í september 2017 af þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Verkefnishópurinn var skipaður fulltrúum Vegagerðarinnar, Seyðisfjarðarkaupstaðar, atvinnulífs, samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Byggðastofnunar og skilaði af sér lokaskýrslu í júní 2019. Í skýrslu verkefnishópsins er farið með faglegum hætti yfir valkosti og áhrif jarðganga til Seyðisfjarðar fyrir Seyðisfjörð og Austurland allt. Skýrsla verkefnishópsins er aðgengileg á heimasíðu Innviðaráðuneytisins og hvetur sveitarstjórn Múlaþings fólk til að kynna sér efni hennar.

Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að áfram verði unnið að því að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist í samræmi við fyrirliggjandi samgönguáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Egilsstaðaflugvöllur sem alþjóðaflugvöllur

Málsnúmer 202208008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 04.08.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að óskað verði eftir viðræðum við innviðaráðuneytið um uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar sem alþjóðaflugvallar.

Til máls tóku: Vilhjálmur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Pétur Heimisson, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi mikilvægi þess, m.a. í ljósi endurtekinna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga, að ráðist verði sem fyrst í frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar sem alþjóðaflugvallar. Mikilvægt er að unnið verði í samræmi við Flugstefnu Íslands, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gaf út 2019, en þar kemur fram að Egilsstaðaflugvöllur sé í forgangi við uppbyggingu varaflugvalla. Sveitarstjóra falið að koma á fundi með innviðaráðherra varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

7.Byggðaráð Múlaþings - 55

Málsnúmer 2206017FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson um lið 2 og 3, Hildur Þórisdóttir um lið 14 og bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson um lið 2 og 3, Eyþór Stefánsson um lið 12 og bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir um lið 12 og 2 og 3, Eyþór Stefánsson um lið 12.

Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58

Málsnúmer 2206020FVakta málsnúmer

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir um lið 14 og bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir um lið 14, Þröstur Jónsson um lið 5 og bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn, Þröstur Jónsson um lið 5.

Lagt fram til kynningar.

9.Heimastjórn Borgarfjarðar - 25

Málsnúmer 2207002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 24

Málsnúmer 2207012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 25

Málsnúmer 2207010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?