Fara í efni

Öldungaráð Múlaþings

6. fundur 25. maí 2023 kl. 10:00 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Íris Dóróthea Randversdóttir
  • Gyða Vigfúsdóttir
  • Jóhann Björn Sveinbjörnsson
  • Sigurður Gunnarsson
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri

1.Aðstaða f.dagdvöl og tómstundastarf eldriborgara á Djúpavogi

Málsnúmer 202303056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Öldungaráð fagnar nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg. Öldungaráð gerir hins vegar athugasemd við umgengni við útileikhúsið og veitingasölubásana. Félag eldri borgarar lagaði þetta svæði án endurgjalds fyrir nokkrum árum síðan en sveitarfélagið hefur ekki viðhaldið þeim endurbótum sem þá voru gerðar. Útileikhúsið er perla í skóginum sem gefur mikla möguleika og var byggt á sínum tíma af Lionsmönnum og var allt efni og vinna án endurgjalds. Félag eldri borgarar lagði einnig stíginn niður að snyrtingunum og sá um að grisja skóginn fyrir utan leikhúsið.
Öldungaráð hvetur bæjaryfirföld til að halda eignum þessum sómasamlega við og kynna aðstöðuna fyrir þeim aðilum sem gætu nýtt sér hana til sköpunar sviðslista.
Meðfylgjandi eru fimm ljósmyndi af útileikhúsi og veitingasölu eftir endurbætur félags eldri borgara til fróðleiks og sýnir hversu vel útileikhúsið og veitingasalan getur litið út.

3.samantekt á þjónustu við aldraðra sem sveitarfélagið biður upp á í hinum mismunandi byggðakjörnum þess

Málsnúmer 202305217Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?