Fara í efni

Gæludýr í félagslegum og almennum íbúðum í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202502111

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 125. fundur - 18.02.2025

Fyrir liggur tölvupóstur frá Eyþóri Stefánssyni dagsettur 14. febrúar 2025 þar sem óskað er eftir að skoðað verði að leyfa gæludýrahald í félagslegum og almennum íbúðum í Múlaþingi.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum félagsþjónustu að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fjölskylduráð Múlaþings - 130. fundur - 22.04.2025

Fyrir liggur tölvupóstur frá Eyþóri Stefánssyni dagsettur 14. febrúar 2025 þar sem óskað er eftir að skoðað verði að leyfa gæludýrahald í félagslegum og almennum íbúðum í Múlaþingi. Málið var áður tekið fyrir á 125. fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur starfsmanni að afla frekari gagna og í framhaldi af því er málinu vísað til ungmennaráðs, öldungaráðs, notendaráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs, til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd