Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

137. fundur 17. desember 2024 kl. 08:30 - 09:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að tekið verði lán hjá Ofanflóðasjóði að höfuðstól kr. 115.000.000 vegna 10% af kostnaði við ofanflóðavarnir og skriðuföll á Seyðisfirði á tímabilinu nóvember 2023 - október 2024. Lántaka verði í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum og byggðaráð hefur kynnt sér og er innan gildandi fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Jafnframt verði Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamninga við Ofanflóðasjóð sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Sameiginleg styrkbeiðni björgunarsveita og slysavarnardeilda Múlaþings

Málsnúmer 202011224Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samstarfssamningi sveitarfélagsins Múlaþings við Björgunarsveitina Báru, Björgunarsveitina Hérað, Björgunarsveitina Ísólf, Björgunarsveitina Jökul og Björgunarsveitina Sveinung.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi sveitarfélagsins við björgunarsveitirnar í Múlaþingi og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Sala Hreppstofu á Borgarfirði

Málsnúmer 202412084Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað varðandi Hreppstofuna á Borgarfirði þar sem fram kemur m.a. að taka þurfi ákvörðun um framtíð húsnæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að húsnæði Hreppstofunnar á Borgarfirði verði sett í söluferli þar sem stjórnsýsluaðstöðu sveitarfélagsins hefur verið fyrirkomið í Fjarðarborg og notkun þessa húsnæðis í þágu sveitarfélagsins því verið lokið. Framkvæmda- og umhverfismálstjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Haustþing SSA 2024

Málsnúmer 202409030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá Haustþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldið var í Hallormsstað dagana 26. og 27. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 02.12.2024.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2024

Málsnúmer 202401179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 22.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir SSA 2024

Málsnúmer 202401177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags. 22.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands

Málsnúmer 202010613Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 13.12.2024.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?