Fara í efni

Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í Múlaþingi

Málsnúmer 202407008

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 122. fundur - 08.07.2024

Fyrir liggja drög að viljayfirlýsingu milli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Múlaþings um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti þann hluta yfirlýsingarinnar er snýr að stafrænni stjórnsýslu og úthlutun lóða við Selbrún og Bláargerði. Ráðið beinir því til byggðaráðs að í yfirlýsingunni verði markmiðið að tryggja húsnæðisuppbyggingu í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins þótt svo að á þessu stigi sé horft til fyrsta áfanga uppbyggingar á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að fylgja málinu eftir við byggðaráð.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Fyrir liggur bókun frá 122. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 08.07.2024, varðandi viljayfirlýsingu um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í Múlaþingi.

Eftir farandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir þann hluta yfirlýsingarinnar er snýr að stafrænni stjórnsýslu og úthlutun lóða við Selbrún og Bláargerði. Byggðaráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði að í yfirlýsingunni komi fram að markmiðið verði að tryggja húsnæðisuppbyggingu í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins þó svo að á þessu stigi sé horft til fyrsta áfanga uppbyggingar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Sveitarstjóra falin undirritun uppfærðrar yfirlýsingar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?