Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

100. fundur 09. apríl 2024 kl. 09:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjórin
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Heiðdís Ragnarsdóttir, Soffía S. Jónasdóttir og Sigríður Alda Ómarsdóttir sátu 1-5 liði. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Kristín Guðlaug Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 3-5 lið.

1.Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197Vakta málsnúmer

Málið áfram í vinnuslu.

2.Úthlutun leikskólaplássa skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 202404014Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja upplýsingar um umsóknir og úthlutun á leikskólaplássum fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Lagt fram til kynningar.

3.Veganfæði, erindi frá foreldrum

Málsnúmer 202402238Vakta málsnúmer

Erindi um veganfæði í leik- og grunnskólum í Múlaþingi var tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs 5. mars 2024. Á fundinum var fræðslustjóra falið að afla gagna um umfang þess að bjóða upp á grænkerafæði.

Í einhverjum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins er boðið upp á grænkera- og/eða grænmetisfæði. Fjölskylduráð telur ekki unnt vegna umfangs starfsemi mötuneytis Egilsstaðaskóla að bjóða upp á grænkerafæði þar að svo stöddu.

Samþykkt með handauppréttingu en einn var á móti (GBH).

Guðmundur B. Hafþórsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Sú hugmynd að prófa til eins árs að bjóða upp á grænkerafæði í leikskólum á Héraði hugnast mér betur en að loka á málið alveg að svo stöddu. Ég styð því ekki niðurstöðu ráðsins.

4.Gjöld vegna fæðis og frístundaþjónustu í skólum Múlaþings

Málsnúmer 202401082Vakta málsnúmer

Málið áfram í vinnslu.

5.Bréf um hljóðvist í skólum

Málsnúmer 202403185Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá umboðsmanni barna, dagsett 18. mars 2024. Í bréfinu er skorað á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.

Fjölskylduráð tekur undir með umboðsmanni barna um að mikilvægt sé að huga vel að hljóðvist í skólaumhverfinu enda hefur hún haft áhrif á heilsu barna og starfsfólks. Forstöðufólk stofnana er hvatt til að fylgjast með hljóðvist í öllum rýmum í tengslum við vinnuvernd.

Lagt fram til kynningar.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?