Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

45. fundur 04. apríl 2024 kl. 08:30 - 10:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Við upphaf fundar bar formaður upp tillögu um að mál nr.1 Fjarðarheiðargöng yrði bætt við dagskrá fundarins. Engin gerði athugasemd við tillöguna og skoðast hún samþykkt.

1.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Í ljósi mikillar ófærðar og margra daga lokunar á Fjarðarheiði yfir páskana leggur heimastjórn Seyðisfjarðar enn og aftur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdir hefjist sem fyrst og leggur því fram eftirfarandi bókun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar beinir því til sveitarstjórnar að fara þess á leit við innviðaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að nú þegar verði gefin heimild til útboðs Fjarðaheiðargangna þannig að það fari fram samhliða því að verkefnastofa um gjaldtöku klári sína vinnu við tekjumódel fyrir jarðgöng á Íslandi. Með því móti væri hægt að ganga til samninga við framkvæmdaðila um leið og tekjumódel jarðganga á Íslandi verður samþykkt verði á Alþingi. Mikilvægt er að framkvæmdir við gerð Fjarðarheiðarganga hefjist á árinu 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakka innsendar hugmyndir. Erindi sem bárust snéru að: uppbyggingu og lagfæringu á útikennslustofu, gerð minningarreitar um snjóflóðið árið 1885, setja aðra tegund undirlags í stað sands á leiksvæði, setja upp útihljóðfæri á leiksvæði, gerð selavinjar í lóninu, uppsetningu á nytjamarkaði, bæta lýsingu á göngustíg, uppsetningu á vatnsbrunni við leiksvæði og uppsetningu skautasvells.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn hefur valið verkefni ársins og felur starfsmanni og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að kostnaðarmati við að setja aðra tegund undirlags á leikvöllinn og uppsetningu á vatnsbrunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umferðaröryggi við Ferjuleiru á Seyðisfirði

Málsnúmer 202403193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá Umhverfis- og framkvæmdaráði þar sem óskað er eftir umsögn heimastjórnar vegna væntanlegrar breytingar á Ferjuleiru í einstefnugötu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir enga athugasemd við fyrirhugaða breytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Beiðni um umsögn vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða um sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Málsnúmer 202403234Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Matvælastofnun um umsögn vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða um sjókvíeldi í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar felur formanni ráðsins og starfsmanni að vinna drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum,frestur hefur verið veittur til 10. maí. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu, opnuð var mælendaskrá og var
tillagan síðan tekin til afgreiðslu. Vanhæfistillagan var samþykkt samhljóða og fól JB Margréti Guðjónsdóttur stjórn fundarins. Í framhaldi vék JB af
fundi við umræðu og afgreiðslu máls.

Fyrir liggja fundagerðir samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði dags 04.03.2024 og 22.03.2024

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?