Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

24. fundur 23. júní 2022 kl. 14:00 - 17:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Helstu lög og reglur fyrir heimastjórnir

Málsnúmer 202206128Vakta málsnúmer

Á fyrsta fundi Heimastjórnar Seyðisfjarðar er farið yfir helstu lög og reglur er varðar heimastjórnir Múlaþings.

Lagt fram til kynningar

2.Kynning á stöðu safnsins fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202204024Vakta málsnúmer

Tækniminjasafn Austurlands hefur óskað eftir því að fá að kynna uppbyggingaráform safnsins ofl. Fulltrúi safnsins fer yfir málin.

Elfa Hlín Pétursdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir safnstjórar komu inn á fundinn og kynntu framtíðaráform Tækniminjasafns Austurlands varðandi uppbyggingu eftir skriðuföll. Heimastjórn þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Fulltrúar Tækniminjasafnsins - mæting: 14:30

3.Umsókn um afnot af svæðum fyrir upplýsingavörður á Seyðisfirði

Málsnúmer 202205451Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands dagsett 30.05.2022 þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir upplýsingavörðum víðsvegar um bæinn.

Heimastjórn tekur vel í erindið og samþykkir að upplýsingavörðunum verði komið fyrir á þeim stöðum sem Tækniminjasafnið óskar eftir afnotum af, með fyrirvara um að sveitarfélagið hafi umráðarétt yfir þeim. Með fyrirvara um endurskoðun ef þörf krefur vegna annarra skipulagsmála. Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leiti óskir Tækniminjasafnsins um bílastæði við Hafnargötu 28 (Silfurhöllin) og vísar þeim hluta erindisins til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

4.Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106121Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði var erindi frá Einari Sveini Jónssyni dags. 18.06.2021 varðandi hugmyndir um boltun klifurleiða í Seyðisfirði lagt fyrir fund þann 23.06.2021 og vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar kærlega fyrir greinagott erindi og samþykkir það fyrir sitt leiti en minnir á að svæðið er á náttúruminjaskrá fyrir sérstæðan gróður og menningarminjar. Heimastjórn vísar erindinu til frekari afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

5.Stöðuleyfi, Stýrishús - Brú, Austurveg 17 Seyðisfirði

Málsnúmer 202107033Vakta málsnúmer

Fyrir heimstjórn Seyðisfjarðar liggur að taka afstöðu til umsóknar um framlengingu á stöðuleyfi vegna verkefnisins Stýrishús - Brú við Austurveg 17, Seyðisfirði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar hafnar beiðni Moniku Frycová dags.10.06.2022 um framlengingu stöðuleyfis fyrir Kiosk 108 sem er skilgreint í umsókn sem „fjölnota rými, gjörningaverk og skúlptúr, vettvangur fyrir list, matarvagn og menningarverslun“.

6.Þjónustuskerðing HSA á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina

Málsnúmer 202206129Vakta málsnúmer

Mikil þjónustuskerðing hefur verið boðuð að hálfu HSA á Seyðisfirði. Frá og með 1. júní til og með 16. september er enginn læknir staðsettur í bænum. Mannfjöldinn margfaldast yfir sumartímann, t.d. með tilkomu skemmtiferðaskipa og LungA listahátíðar.

Heimastjórn lýsir yfir áhyggjum sínum á stöðunni og vísar málinu til sveitastjórnar til frekari umfjöllunar.

7.Tilnefning í stjórn Skaftfells, miðstöð myndlistar á Austurlandi

Málsnúmer 202206138Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað

8.Tilnefning í stjórn Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202206137Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað

9.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggja drög að niðurstöðu verkefnis um greiningu vindorkukosta í Múlaþingi dags. 21.06.2022. Umhverfis og framkvæmdaráð vísaði fyrirliggjandi drögum til umfjöllunar og umsagnar hjá heimastjórnum Múlaþings. Heimastjórn hefur kynnt sér drögin og telur að næsta skref sé að upplýsa íbúa Múlaþings um málið, einkum þeirra svæða sem teljast álitleg til virkjunar vindorku.

10.Ósk um umsögn - Umhverfismatsskýrsla vegna Fjarðarheiðarganga

Málsnúmer 202205413Vakta málsnúmer

Heimastjórn fagnar því að fram sé komin umhverfismatsskýrsla vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Heimastjórn hvetur sveitastjórn Múlaþings til þess að hraða ákvörðun leiðarvals frá gangnamunna Egilsstaðamegin svo ekki komi til tafa á fyrirhuguðu útboði haustið 2022.

Samantekt á niðurstöðum umhverfismats valkosta á leiðum Seyðisfjarðarmegin sýnir heilt yfir að neikvæð áhrif á umhverfisþætti eru óveruleg en verulega jákvæð á samfélag. Á framkvæmdatíma þarf sérstaklega að gæta að vatnsbóli Seyðisfjarðar og því gerð skil í skýrslunni.

11.Heimastjórn - Beiðni um tilnefningu í verkefnisstjórn

Málsnúmer 202206160Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

12.Fundartími og dagskrá heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202206142Vakta málsnúmer

Reglulegir fundir heimastjórnar verð fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?