Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

2. fundur 30. nóvember 2020 kl. 08:30 - 11:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir starfsmaður Heimastjórnar

1.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Ályktanir aðalfundar NAUST 2020

Málsnúmer 202010497Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Skaftfell Bistro

Málsnúmer 202011165Vakta málsnúmer

Veitingastaður í flokki III - Veitingahús

Fyrir liggur umsögn frá skipulagsfulltrúa og er hún jákvæð.

Með vísan í 4. Mgr. 10.gr laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald veitir Heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn.

Heimastjórn á Seyðisfirði felur starfsmanni að senda umsögnina til Sýslumanns.

5.Fiskeldi Austfjarða 10.000 t Laxeldi í Seyðisfirði - Frummatsskýrsla

Málsnúmer 202011108Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Seyðisfirði fer fram á að Fiskeldi Austfjarða komi sem fyrst á opinberu samtali með heildstæðri kynningu á fyrirhuguðu laxeldi í Seyðisfirði því ekkert opinbert samtal hefur átt sér stað milli fyrrverandi bæjarstjórnar Seyðisfjarðar og fyrirtækisins.

Heimastjórn mótmælir harðlega fyrirhugaðri staðsetningu sjókvíaeldissvæðis við Háubakka inn á "Kringlunni"og fer þess á leit að fallið verði frá þeirri staðsetningu, m.a. með vísan til þess að umrætt svæði er veigamikill hluti af athafnasvæði hafnarinnar. Höfnin er sérhönnuð ferjuhöfn og hér kemur mikill fjöldi skemmtiferðaskipa ár hvert sem oft þurfa á legu á Kringlunni að halda.

Heimastjórn vekur jafnframt athygli á því að Seyðisfjörður er einstök náttúrperla sem ber að standa vörð um. Innsigling um fjörðinn er afar glæsileg og vekur gríðarlega athygli þeirra sem hér koma. Því er lögð áhersla á að virku samráði verði komið á með fulltrúum samfélagsins og Fiskeldi Austfjarða varðandi staðsetningu og mögulega útfærslu sjókvíaeldis utar í firðinum út frá reglum um hver sé réttarstaða Seyðisfjarðarhafnar.

Heimastjórn leggur einnig ríka áherslu á að við fyrirhugaða uppbyggingu og rekstur verði horft til þess að nýta þann mannauð og þjónustu sem fyrir er á svæðinu eins og kostur er í beinum og afleiddum störfum.

Heimastjórn gerir þá kröfu á Fiskeldi Austfjarða að það hefji strax samtal við sveitarfélagið og íbúa Seyðisfjarðar um málið.

6.Ósk um stækkun skógræktarsvæðis Skógræktarfélags Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202011051Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir erindið og fagnar áformum Skógræktarfélagsins.

7.Strandverðir Íslands - kynning á verkefni

Málsnúmer 202011115Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Tjaldsvæði og upplýsingamiðstöð á Seyðisfirði

Málsnúmer 202011212Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til að rekstri Tjaldsvæðisins verði úthýst á sambærilegan hátt og gert er á Egilsstöðum.

Heimastjórn leggur til að lögð verði áhersla á að upplýsingamiðstöðinni verði tryggður rekstrargrundvöllur og að ráðinn verði starfsmaður hið fyrsta til að sinna þeim farþegum sem fara um höfnina.

9.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Tillögur til heimastjórnar Seyðisfjarðar varðandi umferðarmál

Málsnúmer 202011232Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur fram svohljóðandi tillögur til Umhverfis- og framkvæmdaráðs:

1. Að suðurgötu frá Árstíg að Garðarsvegi verði breytt í Vistgötu.
Greinargerð með tillögu:
Mikil barnaumferð er á þessu svæði á skólatíma og brýnt að til viðbótar langþráðri gangbraut á svæðinu verði hámarkshraði lækkaður eins og hægt er á svæðinu. Á vistgötum gilda mjög skýrar reglur s.s. hámarkshraði 10km/klst. Ekki má leggja nema í merkt bílastæði og gangandi vegfarandi á forgang fram yfir öll ökutæki.

2. Norðurgötu að Bjólfsgötu verði breytt í Vistgötu.
Greinargerð með tillögu:
Norðurgatan (Regnbogagatan) sem er orðin ein þekktasta gata landssins er með mikilli umferð ganga fólks. Afar erfitt er að loka á alla bílaumferð í götunni þannig að einfaldasta og öruggasta leiðin er að gera þetta að vistgötu. Auk gangandi umferðar er mikið er um að bílum sé lagt í götunni sem með breytingu verður þar með ólöglegt nema á merktum bílastæðum.

3. Endurmeta þarf breytinguna sem þegar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðr að breyta umferðarrétti á gatnamótum Botnahlíðar og Múlavegar.
Greinargerð með tillögu:
Heimastjórn telur skynsamlegast að hafa þarna hægri rétt sem dregur úr umferðahraða á gatnamótunum en að mínu mati mun breyting sú sem búið er að samþykkja auka umferðahraða út Múlaveg. Stefnan um allt land er sú að þar sem umferðahraði í íbúðahverfum er tekin niður í 30km/klst sé skynsamlegast að vera jafnfram með hægri rétt á öllum gatnamótum sem tryggir enn frekar að menn haldi sig á réttum hraða. Tvenn gatnamót sunnar á Múlavegi eru nú þegar með hægri rétti og ef þessi tillaga verður ekki samþykkt þarf samræmi að gilda götuna á enda og setja á þeim stöðum upp biðskyldu. Umferðareynsla af löngum götum með aðalbrautarrétti er slæm í íbúðahverfum og umferðahraða mætt með þrengingum og hraðahindrunum. Skoða þarf hvort ekki sé jafnvel ástæða til þess hér á Seyðisfirði að taka af aðalbrautarrétt í öllum íbúðahverfum þar sem 30km hámarkshraði er í gildi. Hægri réttur kæmi þá alfarið í staðinn.

4. Setja upp umferðarspegil s.vestan við gatnmót Ránargötu og Fjarðargötu eða fjarlægja aspir sem á horninu við áhaldahúsið.
Greinargerð með tillögu:
Gatnamótin eru mjög erfið fyrir þá sem aka Fjarðargötu í s.vestur. Aspir sem eru við áhaldhúsið skyggja algerlega á umferð frá hægri þegar komið er að biðskyldu. Sérlega slæmt er þetta fyrir hærri bíla en þarna fer öll umferð stórra ökutæki með tengivagna frá hafnarsvæðinu. Þetta þarf nauðsynlega að gera sem fyrst og báðar aðferðir jafngildar, en telja verður þó að aspir á þessu stað séu aðeins til vandræða og því einfaldast að fjarlægja þær.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?