- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
1. Að suðurgötu frá Árstíg að Garðarsvegi verði breytt í Vistgötu.
Greinargerð með tillögu:
Mikil barnaumferð er á þessu svæði á skólatíma og brýnt að til viðbótar langþráðri gangbraut á svæðinu verði hámarkshraði lækkaður eins og hægt er á svæðinu. Á vistgötum gilda mjög skýrar reglur s.s. hámarkshraði 10km/klst. Ekki má leggja nema í merkt bílastæði og gangandi vegfarandi á forgang fram yfir öll ökutæki.
2. Norðurgötu að Bjólfsgötu verði breytt í Vistgötu.
Greinargerð með tillögu:
Norðurgatan (Regnbogagatan) sem er orðin ein þekktasta gata landssins er með mikilli umferð ganga fólks. Afar erfitt er að loka á alla bílaumferð í götunni þannig að einfaldasta og öruggasta leiðin er að gera þetta að vistgötu. Auk gangandi umferðar er mikið er um að bílum sé lagt í götunni sem með breytingu verður þar með ólöglegt nema á merktum bílastæðum.
3. Endurmeta þarf breytinguna sem þegar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðr að breyta umferðarrétti á gatnamótum Botnahlíðar og Múlavegar.
Greinargerð með tillögu:
Heimastjórn telur skynsamlegast að hafa þarna hægri rétt sem dregur úr umferðahraða á gatnamótunum en að mínu mati mun breyting sú sem búið er að samþykkja auka umferðahraða út Múlaveg. Stefnan um allt land er sú að þar sem umferðahraði í íbúðahverfum er tekin niður í 30km/klst sé skynsamlegast að vera jafnfram með hægri rétt á öllum gatnamótum sem tryggir enn frekar að menn haldi sig á réttum hraða. Tvenn gatnamót sunnar á Múlavegi eru nú þegar með hægri rétti og ef þessi tillaga verður ekki samþykkt þarf samræmi að gilda götuna á enda og setja á þeim stöðum upp biðskyldu. Umferðareynsla af löngum götum með aðalbrautarrétti er slæm í íbúðahverfum og umferðahraða mætt með þrengingum og hraðahindrunum. Skoða þarf hvort ekki sé jafnvel ástæða til þess hér á Seyðisfirði að taka af aðalbrautarrétt í öllum íbúðahverfum þar sem 30km hámarkshraði er í gildi. Hægri réttur kæmi þá alfarið í staðinn.
4. Setja upp umferðarspegil s.vestan við gatnmót Ránargötu og Fjarðargötu eða fjarlægja aspir sem á horninu við áhaldahúsið.
Greinargerð með tillögu:
Gatnamótin eru mjög erfið fyrir þá sem aka Fjarðargötu í s.vestur. Aspir sem eru við áhaldhúsið skyggja algerlega á umferð frá hægri þegar komið er að biðskyldu. Sérlega slæmt er þetta fyrir hærri bíla en þarna fer öll umferð stórra ökutæki með tengivagna frá hafnarsvæðinu. Þetta þarf nauðsynlega að gera sem fyrst og báðar aðferðir jafngildar, en telja verður þó að aspir á þessu stað séu aðeins til vandræða og því einfaldast að fjarlægja þær.