Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

8. fundur 03. maí 2021 kl. 13:00 - 18:00 í Samfélagssmiðjunni
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að nýtt mál yrði bætt á dagskrá fundarins og var það samþykkt. Málið er síðasta á dagskrá fundarins og heitir 3ja fasa rafmagn í dreifbýli.
Samþykkt samhljóða.

1.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri sem kynnti Húsnæðisáætlun Fljótsdalshéraðs og fór yfir stöðuna á skipulagsmálum og sýndi yfirlit yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að hafin verði vinna við að skipuleggja atvinnu- og iðnaðarlóðir nálægt þéttbýlinu á Egilsstöðum. Jafnframt beinir heimastjórn því til byggðaráðs að húsnæðisáætlun Fljótsdalshéraðs verði uppfærð enda þrjú ár síðan hún var gerð og ýmsar forsendur breyttar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjallskil í Múlaþingi 2021

Málsnúmer 202104064Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála á umhverfis- og framkvæmdasviði og fór hann yfir samþykkt um fjallskil í Múlaþingi og fyrirkomulag fjallskila á Fljótsdalshéraði.

3.Opin svæði, garðar og útivistarsvæði á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202104063Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála frá umhverfis- og framkvæmdasviði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að fylgt sé eftir þeim áherslum sem fyrir liggja um opin svæði á Fljótsdalshéraði. Heimastjórn leggur til að byrjað verði á Tjarnargarðinum og að fjármagn verði tryggt í verkefnið árið 2022 og í langtímaaáætlun, samkvæmt þeim tillögum sem liggja fyrir. Einnig að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um fegrun með leiðum að þéttbýlinu með hliðsjón af tillögum sem liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202010441Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir Selskóg.

Á fundinn undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála á umhverfis- og framkvæmdasviði sem kynnti deiliskipulagstillöguna sem er í lokaferli.

Heimastjórn Fljótsdalhéraðs leggur áherslu á að samhliða vinnslu deiliskipulagsins fyrir Selskóg verði hafin vinna við undirbúning að uppbyggingu á svæðinu og að gert verði ráð fyrir fjármögnun til hennar í fjárhagsáætlun 2022 og langtímaáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Veiðihúsið Hálsakot

Málsnúmer 202103154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Þresti Elliðasyni f.h. Veiðiþjónustunnar Strengs ehf, dagsett 12.3. 2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 4, í Veiðihúsinu Hálsakoti.

Fyrir fundinum liggja umsagnir frá Brunavörnum á Austurlandi, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, skipulagsfulltrúa Múlaþings, og byggingarfulltrúa Múlaþings. Umsagnirnar eru jákvæðar en byggingarfulltrúi setur fyrirvara um matshluta 050101 sem er á byggingarstigi 1.
Með vísan til fyrirliggjandi umsagna veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn um umsókn um rekstararleyfi fyrir Veiðihúsið Hálsakot vegna umsóknar frá Þresti Elliðasyni f.h. Veiðiþjónustunnar Strengs ehf, dagsett 12.3. 2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 4 að undanskyldum matshluta 050101 þar til lokaúttekt hans liggur fyrir frá byggingarfulltrúa til leyfisveitanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eiðar ehf

Málsnúmer 202012116Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnisnám í Múlaþingi

Málsnúmer 202104077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í 6 námum innan sveitarfélagsins. Áætlað er að vinna efni úr námunum í malarslitlag.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, að frátalinni efnistöku í námu ofan Hrúthamra á Jökuldal, þar sem ekki er tilgreint þar efnistökusvæði á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Jafnframt samþykkir ráðið að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu um að færa efnistökusvæði ofan Hrúthamra á Jökuldal inn á aðalskipulag. Einnig verði unninn rökstuðningur fyrir því að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða. Þeim hluta málsins er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í malarnámum á Fljótsdalshéraði, að frátalinni efnistöku í námu ofan Hrúthamra á Jökuldal, þar sem ekki er tilgreint þar efnistökusvæði á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Gilsá á Völlum_Umsókn um framkvæmdaleyfi,

Málsnúmer 202103079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu brúar yfir Gilsá á Völlum, vegtengingum og efnistöku.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi en leggur til að við útgáfu leyfisins verði það skilyrt í samræmi við ábendingar Minjavarðar Austurlands þar sem friðaðar minjar eru í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Þá áréttar ráðið að mikilvægt sé að tekið verði tillit til ábendinga Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu varðandi efnistöku. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og áréttar ábendingar Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu varðandi efnistöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Egilsstaðir, sniðræsi að Melshorni

Málsnúmer 202104061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sniðræsa í tengslum við væntanlega hreinsistöð við Melshorn.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Ranavaði 1, 2, 11, 12 og 13 og Norðurtúni 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 43. Umsagnaraðilar verði Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Haust. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Unalækur A-13 stofnun lóðar

Málsnúmer 202011036Vakta málsnúmer

Borist hefur athugasemd frá Þjóðskrá varðandi staðföng á svæðinu á skipulögðu svæði fyrir frístunda- og íbúabyggð í landi Unalækjar á Fljótsdalshéraði.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.4. 2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að farið verði að vilja landeigenda varðandi heiti á götum á svæðinu þannig að þær fái nöfnin Ásgata, Unagata, Lækjargata og Álfagata. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um staðföng á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Deiliskipulag, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202103033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Davíðsstöðum á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir sama svæði. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu, að lokinni afgreiðslu sveitarstjórnar á framangreindri tillögu til breytingar á aðalskipulagi.

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 14.4. 2021 var eftirfarandi bókað, málsnúmer 202103148:
Fyrir lá tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 er varðar landnotkun á Davíðsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að auglýsa fram lagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs á auglýsingatíma.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykktir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Daviðsstaði verði unnin og auglýst samhliða auglýsingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320Vakta málsnúmer

rir liggja uppfærð skipulagsgögn frá ráðgjafa þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að með vísan til niðurstöðu húsakönnunar verði Kaupvangur 11 færður af lista yfir hús sem má fjarlægja sbr. kafla 2.3 í skilmálum skipulagsins og uppdrættir verði uppfærðir í samræmi við það. Jafnframt samþykkir ráðið þær breytingar sem skipulagsráðgjafi leggur til sem viðbrögð við ábendingum Skipulagsstofnunar og vísar fyrirliggjandi skipulagstillögu, með áorðnum breytingum, til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Deiliskipulagsbreyting, Fossgerði

Málsnúmer 202104060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni, f.h. lóðarhafa að Faxagerði 5 í Fossgerði, ásamt umsókn um byggingarleyfi á þeirri lóð. Málið var áður tekið fyrir á 19. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. apríl 2021. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu annars vegar til þess að heimila frávik frá gildandi skipulagi við útgáfu byggingarleyfis og hins vegar að breyta gildandi skipulagsskilmálum á svæðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að heimila frávik frá skipulagsskilmálum svæðisins í samræmi við það sem fram kemur í umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Faxagerði 5, enda eru frávikin óveruleg og skerða ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á skilmálum deiliskipulagsins þannig að þeir endurspegli betur þá framkvæmd sem verið hefur á uppbyggingu á svæðinu. Haft verði samráð við fulltrúa Hestaeigendafélagsins í Fossgerði varðandi mótun nýrra skilmála. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að heimila frávik frá skipulagsskilmálum svæðisins í samræmi við það sem fram kemur í umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Faxagerði 5. Jafnframt samþykkir heimastjórnin að hafin verði vinna við endurskoðun á skilmálum deiliskipulags á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.3ja fasa rafmagn í dreifbýli

Málsnúmer 202105033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirspurn um hvort hægt sé að leggja 3ja fasa rafmagn samhliða lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Samkvæmt upplýsingum frá HEF veitum hefur sent fyrirspurn um mögulegt samstarf við Rarik um lagningu 3ja fasa rafmagns samhliða ljósleiðara sem verið að að leggja um dreifbýlið á Fljótsdalshéraði. Svör Rarik eru á þá leið að lagning 3ja fasa rafmagns samræmist ekki áætlun Rarik nú.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur til þess að sveitarstjórn taki upp viðræður við Rarik, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um að lagning 3ja fasa rafmagns verði felld að framkvæmdum um lagningu ljósleiðara sem unnið er að á vegum HEF veitna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?