Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

8. fundur 01. mars 2021 kl. 10:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Strandverðir Íslands - kynning á verkefni

Málsnúmer 202011115Vakta málsnúmer

Heimastjórn list vel á hugmyndir um strandhreinsun og samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur starfsmanni heimastjórnar að fylgja málinu eftir I samráði við umhverfissvið.

2.Fráveita á Djúpavogi Langitangi

Málsnúmer 202101275Vakta málsnúmer

Aðalsteinn kynnir veitumál fyrir Heimastjórn, útrás við Langatanga, sameiningu fráveitusvæða og fleira.

3.Forgangsröðun skipulagsmál á Djúpavogi

Málsnúmer 202102238Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur nauðsynlegt að vinna skipulag fyrir iðnaðarlóðir á Gleðivíkursvæðinu ásamt því að huga að skipulagi vegna fráveitumála við Langatanga. Einnig er mikilvægt að klára sem allra fyrst þær skipulagsbreytingar sem eru þegar í vinnslu vegna íbúðabyggða við Borgarland og við iðnaðarsvæði við vestanverða Gleðivík.

Heimastjórn telur í ljósi uppbyggingar á Djúpavogi að veita þurfi frekari fjármunum í skipulagsvinnu innan byggðarlagsins, eins og bent var á í undirbúningi fjárhagsáætlunar.

4.Erindi til Heimastjórnar um landbúnaðarmál í gamla Djúpavogshreppi

Málsnúmer 202012088Vakta málsnúmer

Hafliði Sævarsson fer yfir landbúnaðarmál með Heimastjórn. Skoða þarf í "Djúpavogshreppi" og yfirfara regluverk og vinnu hvað varðar, fjallskil, skilaréttir, girðingar, búfjársamþykkt, dýrahald og fleira.

Heimastjórn þakkar Hafliða fyrir erindið.

5.Upprekstur í landi Tungu

Málsnúmer 202012167Vakta málsnúmer

Erindi frá landeigendum í Álftafirði varðandi upprekstrarsamning í landi Tungu. Heimastjórn telur ljóst í ljósi innkominna erinda að upprekstrarsamningur í landi Tungu verði ekki endurnýjaður.

Starfsmanni falið að svara erindunum.

6.Bókasafn og tónlistarskóli á Djúpavogi

Málsnúmer 202101283Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar fyrir erindið, en í ljósi þess að viðkomandi fasteign er þegar seld, þá sé ekki möguleiki að skoða hugmyndina frekar.
Heimastjórn telur nauðsynlegt að leysa til framtíðar málefni skóla, tónskóla og bókasafns, eins og fráfarandi sveitarstjórn Djúpavogshrepps hafði ályktað.
Heimastjórn vísar því til Fjölskylduráðs að skoða sem fyrst, framtíðarkosti fyrir þessar stofnaninr á Djúpavogi.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?