Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

37. fundur 04. maí 2023 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason varaformaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar var borin upp tillaga um að lið 1 yrði bætt við dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

1.Orkuöryggi og fjarskipti

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Kári Snær Valtingojer, frá verkundirbúnings- og rekstrarsviði Rarik og Örvar Ármannsson deildarstjóri rekstrarsviðs á Austurlandi gerðu grein fyrir stöðu þriggja fasa strenglagnar í Berufirði í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu kærunefndar um útboðsmál vegna málsins. Bráðabirgðaiðurstaða nefndarinnar er að útboðið hafi ekki uppfyllt skilyrði og að bjóða hefði átt verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Þessi niðurstaða hefur í för með sér að verkinu seinkar líklega um eitt ár.

Heimastjórn harmar þær tafir sem þetta kemur til með að hafa í för með sér en fagnar jafnframt því, sem fulltrúar Rarik upplýstu á fundinum, að nú skuli stefnt að því að strenglögn frá Núpi í Fossárdal skuli lokið 2025 í stað 2028 eins og áður var gert ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Kári Snær Valtingojer - mæting: 10:00
  • Örvar Ármannsson - mæting: 10:00

2.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Aðalfundur Nordic Cittaslow verður haldinn í Ulvik í Noregi 6.-9. júní og mun starfsmaður heimastjórnar sitja fundinn.

Lagt fram til kynningar.

3.Þjónusta við ferðafólk á Djúpavogi

Málsnúmer 202210003Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu bréf frá hluta rekstraraðila í húsnæði Kjörbúðarinnar á Djúpavogi auk Heilbrigðiseftirlits Austurlands varðandi salernisaðstöðu á staðnum.

Heimastjórn á Djúpavogi harmar viðbrögð rekstraraðila í húsnæði Kjörbúðarinnar á Djúpavogi og furðar sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini sína og nærsamfélagið á Djúpavogi. Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma. Heimastjórn telur mikilvægt i ljósi eðlis starfseminnar og stóraukinna umsvifa í ferðaþjónustu og þungaflutningum að eldsneytisafgreiðslu verði fundin ný staðsetning til framtíðar fjær íbúðabyggð og með mögulega uppbyggingu á frekari þjónustu í huga. Starfsmanni falið að óska eftir fundi með fulltrúum N1 og fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.

Málsnúmer 202305001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Kvennasmiðjan ehf., slit á félagi

Málsnúmer 202206127Vakta málsnúmer

Heimastjórn lagði til á fundi sínum 23. júni 2022 að þeim fjármunum, u.þ.b. 3 millj. kr., sem renna til Múlaþings vegna slita Kvennasmiðjunnar, verði varið í að bæta öryggi gangandi vegfaranda á Djúpavogi.

Heimastjórn leggur til að umræddum fjámunum verði varið til að koma upp öruggum göngustíg milli leikskólans og íþróttahússins. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

6.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað um stöðu ýmissa verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði.

7.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2023

Málsnúmer 202304058Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Breyttur opnunartími skrifstofu: Frá og með þriðjudeginum 2. maí verður skrifstofa Múlaþings á Djúpavogi opin frá klukkan 10:00 til 14:00, mánudaga til fimmtudaga og frá klukkan 10:00 til 12:00 föstudaga. Með því að hafa opið í hádeginu verður auðveldara fyrir þá sem eiga erfitt með að komast frá vinnu að nýta sér þjónustu skrifstofunnar.

Sumarsýning Ríkarðhúss: Þessa dagana er unnið að uppfærslu á sýningu Ríkarðshúss í Löngubúð og stefnt er að því að sumarsýningin verði opnuð um miðjan maí.

Ríkarðshús: Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að greinargerðir vegna Ríkarðshúss í tengslum við afturköllun gjafaloforðs skuli afhentar fréttamanni RÚV og hefur það verið gert.

Sparkvöllurinn: Borist hafa ábendingar um viðhalds sé þörf á sparkvellinum. Málið er í skoðun hjá framkvæmdasviði.

Fiskeldissjóður: Sótt hefur verð um styrk í Fiskeldissjóð vegna hönnunar á nýrri björgunarmiðstöð fyrir viðbragðsaðila á Djúpavogi.

Faktorshús: Unnið er að lokafrágangi á lóð í kringum Faktorshúsið og stefnt að því að þeirri vinnu ljúki fljótlega.

Samfélagsverkefni heimastjórna: Unnið er að því að koma upp leikkastala á fjölskyldusvæðinu í Blánni í samræmi við ákvörðun á síðasta fundi heimastjórnar og í samráði við m.a. foreldrafélag leikskólans.

Á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í Löngubúð 27. apríl var m.a. rætt um eftirfarandi:

Vogaland: Til langs tíma hefur verið kvartað undan holóttum veginum um Vogaland. Miklu skiptir að sem fyrst verði farið í að lagfæra hann og verður þeim skilaboðum komið til umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Ljósleiðaravæðing í þéttbýli: Mikill áhugi er fyrir ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Mílu er gert ráð fyrir að ljósleiðari verður lagður á Djúpavogi á næsta ári.

Mastur neðan við Kamb: Mastrið er orðið gamalt og hefur ekkert hlutverk lengur. Starfsmaður heimastjórnar mun hafa samband við Mílu varðandi niðurrif á mastrinu, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum.

Bókasafn: Rætt var um aðgengi að bókasafninu. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um flutning þess.

Faktorshúsið: Rætt var um notkun á Faktorshúsinu og settar fram hugmyndir um að það henti e.t.v. sem fjölnotahús m.a. til listsköpunar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um notkun hússins og auglýsing eftir samstarfsaðilum varðandi uppbyggingu hússins bar ekki árangur.

Göngustígur upp á Bóndavörðu: Fram komu ábendingar um mikilvægi þess að göngustígurinn upp á Bóndavörðu yrði lagaður. Því hefur verið komið á framfæri við umhverfis- og framkvæmdasvið.

Nýbygging í Markarlandi: Rætt var um þann drátt sem orðið hefur á byggingu raðhúss á vegum Hrafnshóls við Markarland. Eftir því sem best er vitað eru einingarnar komnar eða væntanlegar fljótlega til landsins. Einnig voru gerðar athugasemdir við umgengni á byggingarstað.

Girðingar í sveitum: Í fundinum kom fram tillaga um hvort sumarstarfsmenn sveitarfélagsins gætu e.t.v. tekið að sér að fjarlægja ónýtar girðingar fyrir bændur. Hugmyndinni verður komið á framfæri við umhverfis- og framkvæmdasvið.

Google: Fram komu ábendingar um að upplýsingar og merkingar á kortum á Google á svæðinu væru ekki réttar. Athugun heimastjórnar 4. maí sýndi fram á að miðbærinn á Djúpavogi er nú rétt staðsettur og að ýmsar fleiri leiðréttingar hafi átt sér stað þ.m.t. Breiðdalsheiði.

Rúlluplast í sveitum: Fram kom ábending um að vel væri staðið að söfnun á rúlluplasti í sveitum.

Athafna- og hafnarsvæðið í Gleðivík: Gerðar voru athugasemdir við skilyrði sem sett eru um vörslu lausamuna á lóðum á svæðinu og ábendingar um mikilvægi þess að sérstakt geymslusvæði sé í boði. Stefnt er að því að boðið verði upp á sérstakt geymslusvæði á Háaurum í framtíðinni.

Grenndargámar í sveitum: Tillögur komu fram um hvort ekki væri mögulegt að setja upp grenndargáma í sveitum.

Ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn í sveitum: Ábendingar komu um mikilvægi ljósleiðaravæðingar, sérstaklega frá Kelduskógum í Fossárdal, og orkuöryggi í sveitum. Heimastjórn mun áfram þrýsta á hvort tveggja sbr. lið 1.

Umhverfisverðlaun: Fram kom hugmynd um hvort veita ætti sérstök umhverfisverðlaun á hverju ári til að hvetja íbúa og fyrirtækja til snyrtilegrar umgengni og frágangs á lóðum og íbúðarhúsnæði. Hugmmyndinni verður tekin til skoðunar hjá heimastjórn.

Fundur með innviðaráðherra: Fulltrúar í heimastjórn sátu fund með innviðaráðherra á Egilsstöðum 3. maí þar sem áherslum heimastjórnar varðandi Axarveg var komið á framfæri.



9.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 1. júní næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 29. maí á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?