Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

34. fundur 02. febrúar 2023 kl. 10:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Margrét Ólöf Sveinsdóttir verkefnastjóri umhverfismála gerði grein fyrir stöðu ýmissa verkefna á sviði umhverfismála og svaraði spurningum heimastjórnarfulltrúa sem lögðu m.a. mikla áherslu á að fyrirkomulagi sorphirðu yrði komið í ásættanlegt horf sem fyrst.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 10:00

2.Verkefni heimastjórna

Málsnúmer 202201048Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs samþykkir fyrirliggjandi stefnumótun og aðgerðaáætlun vegna 2023 og leggur áherslu á að hvort veggja sé aðgengilegt fyrir íbúa. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

3.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 2. fundar samráðshóps um Cittaslow á Djúpavogi.

Heimastjórn Djúpavogs tekur undir með samráðshópnum um að endurvekja heimasíðu gamla Djúpavogshrepps, eða sambærilega síðu, með það að markmiði að hún verði vettvangur upplýsingamiðlunar og skemmtunar á svæðinu. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

4.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Þórdísi Sævarsdóttur varðandi lífsgæða- og velferðarsetur í gömlu kirkjunni á Djúpavogi.

Heimastjórn Djúpavogs þakkar Þórdísi fyrir frumkvæðið og þann áhuga sem hún sýnir uppbyggingu og starfsemi í gömlu kirkjunni. Erindi Þórdísar ásamt fleiri hugmyndum verður tekið til frekari skoðunar í þeirri vinnu sem framundan er varðandi skilgreiningu á framtíðarnotkun kirkjunnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á virka upplýsingagjöf og gott samband við íbúa og heldur íbúafundi reglulega. Gert er ráð fyrir að næsti íbúafundur verði haldinn 29. mars á Djúpavogi. Að þessu sinni verður einn fundur haldinn fyrir alla íbúa í gamla Djúpavogshreppi. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir og auglýsa fundinn með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.

6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Faktorshúsið: Auglýst hefur verið eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingar Faktorshússins. Ekki hafa enn borist fyrirspurnir um verkefnið.

Salernismál: Unnið er að lokahönnun á salernisaðsstöðu í Sætúni. Gert er ráð fyrir sex salernum með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk. Sömuleiðis standa enn yfir viðræður vegna salernisaðstöðu í Kjörbúðinni á samstarfi við Samkaup.

Starfsmannamál: Auglýst hefur verið eftir starfsmanni í 60% starf umsjónaraðila í Tryggvabúð frá 1. mars. Umsóknarfrestur rann út 31. janúar.

Nýlega var úthlutað menningarstyrkjum Múlaþings 2023: Verkefni sem tengjast Djúpavogi sem hlutu styrk eru:

Bergþóra Birgisdóttir / Langabúð. Aldarafmæli Stefáns Jónssonar fréttamanns frá Rjóðri. Tilgangur verkefnisins er að heiðra minningu Stefáns Jónsonar, sem hefði orðið 100 ára 9.maí 2023, með dagskrá í Löngubúð á Djúpavogi 13. maí. Á dagskrá verður upplestur og tónlistaratriði í minningu Stefáns. Úthlutun: 150.000 kr.

Sveinn Kristján Ingimarsson / Tilvitnanir. Uppsetning á skiltum á ljósastaura á Djúpavogi sumarið 2023 með tilvitnunum úr bókum Stefáns Jónssonar rithöfundar frá Djúpavogi . Tilefnið er 100 ára afmæli Stefáns Jónssonar rithöfundar, útvarpsmanns og alþingismanns en hann fæddist á Hálsi í Hamarsfirði þann 9. maí 1923. Hugmyndin er að láta útbúa 50 álskilti sem eru u.þ.b. A4 stærð og festa á ljósastaura í þorpinu, gangandi
vegfarendum til gagns og gamans. Úthlutun: 100.000 kr.

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi / Útgáfa ljóðabóka árið 2023. Félagið áformar að gefa út tvær ljóðabækur árið 2023. Stefnt er að útgáfu fyrri bókarinnar í júní, höfundur hennar er Iðunn Steinsdóttir rithöfundur frá Seyðisfirði. Bók Iðunnar verður sú tuttugasta og þriðja í flokknum Austfirsk ljóðskáld. Kristín Sigfinnsdóttir á Djúpavogi er höfundur síðari bókarinnar. Áætlað er að hún komi út í september. Bókin verður ein af aukabókum félagsins eins og við nefnum þær bækur sem ekki eru gefnar út í flokknum. Úthlutun: 200.000 kr.

Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir / Vögguvísur í heimabyggð. Góða nótt, vögguvísur í heimabyggð er röð "kodda"tónleika fyrir fólk á öllum aldri. Flutt verða lög af plötunni Góða nótt sem kemur út í apríl 2023. Lögin er ætluð börnum fyrir svefninn og tónelskum fullorðnum sem vilja ró og ljúfa tóna. Tónleikarnir á Djúpavogi eru sérstakir því gestir mega mæta í náttfötum, geta lagst á dýnu með teppi & kodda og hlustað, knúsast og hallað augunum. Kjörið fyrir fjölskyldur og vini. Skapar ró, eflir tengsl, gleður og kætir. Úthlutun: 200.000 kr.

Þórdís Sævarsdóttir / Um loftin blá - Hljóðbók. "Um loftin blá" er barnabók frá 1940, eftir Sigurð Thorlacius, sem lýsir fuglaflóru, hringrás fuglalífsins, dýralífi, náttúru og staðháttum á Djúpavogi og nágrenni. Bókin er ekki auðfengin í dag. Markmið verkefnisins er að setja þessa fallegu og fræðandi sögu og heimild frá Djúpavogi og nágrenni í form hljóðbókar, svo hún glatist ekki, og gera hana þannig aðgengilega ungu fólki í dag og komandi kynslóðum. Úthlutun: 250.000 kr.

Viðvera sveitarstjóra: Björn Ingimarsson sveitarstjóri verður til viðtals í Geysi á Djúpavogi 6. febrúar og geta íbúar pantað viðtalstíma með Birni hjá fulltrúa sveitarstjóra gauti.johannesson@mulathing.is.

Verndarsvæði í byggð: Stefnt er að opnum fundi um "Verndarsvæði í byggð" seinni partinn í febrúar þar sem fulltrúar sveitarfélagsins og Minjastofnunar verða með kynningu á verkefninu og sitja fyrir svörum.

Fundur með Vegagerðinni: Gert er ráð fyrir að fulltrúi úr heimastjórn sitji fund með fulltrúum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar 9. febrúar.

Vefmyndavél: Vefmyndavélin utan á Hótel Framtíð hefur verið biluð lengi. Stefnt er að því að hún verði löguð við fyrsta tækifæri.




7.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Heimastjórn hefur ákveðið að eiga undirbúningsfund á mánudögum vikuna sem heimastjórnarfundir eru haldnir. Fyrsti slíkur fundur var haldin mánudaginn 30. janúar sl.

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 9. mars næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 6. mars á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?