Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

128. fundur 11. mars 2020 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Lára Vilbergsdóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir lið 2 Vinnuskóli 2020, lið 3 Samfélagssmiðjan og snúningsplan fyrir strætó og 4 Viðhald á sauðfjárveikivarnargirðingum.

Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs sat fundinn undir lið 5 Milliloft Egilsstaðaskóla.

1.Verndarsvæði í byggð

201509024

Kynning á verkefni verndarsvæði í byggð.

Unnur Birna Karlsdóttir kom á fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins: Verndarsvæði í byggð.

Lagt fram til kynningar.

2.Vinnuskóli 2020

202002003

Til umræðu eru laun nemenda í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs. Í nýjum kjarasamningum er launaflokkur 116, sem laun nemenda hafa verið miðuð við, ekki lengur til staðar. Málið var áður á dagskrá fundar nr.127 þann 26. febrúar sl.

Verkefnsstjóri Umhverfismála fór yfir tillögur að fyrirkomulagi vinnuskóla á komandi sumri, mönnun og laun.

Í vinnslu.

3.Samfélagssmiðjan, snúningsplan fyrir strætó

202003021

Erindi frá samfélagsmiðjunni þar sem lagt er til að komið verði upp snúningsplani fyrir strætó í Selbrekku.

Umhverfis- og framkvæmdnefnd þakkar erindi og felur verkefnastjóra umhverfismála að skoða lausnir á ferðum strætó í Selbrekku í samræmi við framlögð gögn á fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Viðhald á sauðfjárveikivarnagirðingum

202002078

Til umræðu eru sauðfjárveikivarnagirðingar á Fljótsdalshéraði. Um nokkurra ára skeið hefur girðingum sem aðskilja varnarhólf ekki verið viðhaldið sem skyldi. Málið var áður til umfjöllunar á fundi nr. 127 þann 26. febrúar sl.

Í ljósi bágs ástands sauðfjárveikivarnagirðinga beinir umhverfis- og framkvæmdanefnd því til starfsmanns nefndarinnar að kalla til fulltrúa frá MAST til viðræðna á næsta fund um mögulega úrlausn mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


5.Milliloft Egilsstaðaskóla

201902128

Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla.

Kjartan Róbertsson kom á fundinn og fór yfir útboðsgögn vegna framkvæmda á millilofti í Egilsstaðaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að yfirmaður eignasjóðs bjóði út framkvæmd á millilofti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

201906113

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun var í kynningu frá 28. nóvember til 4. janúar sl. Athugasemdir / ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun og landeigendum Kóreksstaðagerðis.

Athugasemdir Skipulagsstofnunnar eru í anda bókunar umhverfis- og framkvæmdanefndar á fundi nr. 115 þann 26. júní 2019. Umhverfis- og framkvæmdanefnd er fylgjandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu en telur nauðsynlegt að skilgreina þurfi þau svæði sem heimilt verði að nýta til vindorkuöflunar við gerð nýs aðalskipulags í sameinuðu sveitarfélagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Beiðni um framkvæmdaleyfi: Bakkavörn á 200 m löngum kafla á bakka Hálslóns í Kringilsárrana

202003030

Frá því að rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst hefur átt sér stað talsvert rof á bakka Hálslóns í Kringilsárrana. Í stjórnar- og verndaráætlun 2017 - 2026 fyrir Kringilsárrana er tekið fram að séu bakkavarnir nauðsynlegar skulu slíkar framkvæmdir ákveðnar af Umhverfisstofnun í samstarfi við Landsvirkjun og Landgræðsluna. Á samráðsfundi um rannsóknir og vöktun í Kringilsárrana þann 28. nóvember 2018 lagði Landsvirkjun til að ráðist yrði í tilraunaverkefni með allt að 180 m bakkavörn við norðurenda Kringilsárrana. Þess er hér farið á leit, með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010 að bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili ummrædda bakkavörn.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdir við bakkavörn verði heimilaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Vetrarþjónusta 2019 - 2020

201908165

Farið yfir stöðu í snjómokstri það sem komið er árs, fund með Brunavörnum og HEF, einnig var farið yfir breytingar sem þarf að gera varðandi upplýsingagjöf til íbúa varðandi snjómokstur.

Lagt fram til kynningar.

9.Ábendingar um snjómokstur frá íbúum

201912137

Ábendingar frá íbúum vegna snómoksturs á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að aðstæður í vetur hafa verið með versta móti. Ekki hefur alltaf verið hægt að bregðast við aðstæðum með fullnægjandi hætti og eru íbúar beðnir að sýna skilning á erfiðum aðstæðum og haga sínum ferðum með tilliti til aðstæðna.

Lagt fram til kynningar.

10.Heilsueflandi samfélag - aðgengi að stofnunum sveitafélagsins

202002114

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði vill beina því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að passa upp á að aðgengi að öllum stofnunum sveitarfélagsins sé þannig, nú þegar gjarnan er mikill snjór og hálka og veður mjög misjöfn dag frá degi, að allt fólk, óháð ferðamáta og aðstæðum, komist hæglega að þjónustu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið, nefndin brýnir fyrir forstöðumönnum stofnana að tryggja aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Samfélagssmiðjan, skilti við botlangagötur

202003020

Erindi úr samfélagssmiðju. þar sem óskað er eftir skilti við botnlanga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindi. Það er álit nefndar að í svo stuttum götum eins og Steinahlíð og Bjarkarhlíð hafi þessar merkingar lítinn tilgang.

Erindi hafnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um uppsetningu á hreindýraskúlptúr á Egilsstöðum

202003022

Erindi þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að fá leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að atvinnu- og menningarnefnd taki málið til umfjöllunar áður en umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur afstöðu til staðsetnigar og framkvæmdar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Mýrar sumarhúsalóð

202003011

Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Mýrar sumarhúsalóð

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að landeigendum verði heimilað að skrá nýja landeign úr landi Mýra og að jafnframt verð veitt jákvæð umsögn um landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Leyningur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

202002134

Umsókn um byggingarleyfi fyrir bygginga á vinnuaðstöðu og íbúð að Leyningi.

Frestað

15.Beiðni um breytingu á nafni lóðar Sauðhaga1 lóð 2

202002107

Erindi frá eignda Sauðhaga 1 lóð 2 um breyting á nafni lóðar.

Frestað.

16.Breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps, auglýsing

202002116

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur ákveðið að gera breytingar á tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps sem ykkur var send til kynningará vinnslustigi í sumar og aftur fyrr í vetur. Breytingin felst í því að bæta við stöðum fyrir fuglaskoðunarhús við Nýpslón eftir ábendingar frá fuglaáhugafólki. Meðfylgjandi er breytt tillaga eins og hún er auglýst og hún send til ykkar til umsagnar á samatíma og hún er í auglýsingu eins og áður var kynnt.

Frestað

17.Umsókn um styrk til samgönguleiðar (styrkvegir)

202003029

Umsókn um styrk til samgönguleiðar (styrkvegir)

Frestað

18.Fundargerð 154. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

202002112

Fundargerð 154. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

Frestað.

Fundi slitið - kl. 20:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?